Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 62
62
Hannes Þorsteinsson að honum með óbótaskömmum, að því
er séð verður vegna lítillar gamansamrar athugasemdar, sem
Stefán hafði gert.
Ymis rök má leiða til þess, að Stefáns gætir minna síðari
hluta þingsetu sinnar. Mun nokkru hafa valdið flutningur-
inn til Efri deildar, en mestu þó, að eftir að sambandslaga-
frumvarpið var fellt 1909, er þingið athafnalítið í heild, og
kraftar þess snúast um ófrjóar deilur um sambandsmálið, tíð
ráðherraskipti og þess háttar, harðla ólíkt því, sem var meðan
Hannes Hafstein fór með völd. En þótt Stefán þá væri í and-
stteðingaflokki hans, áttu þeir oftast samleið, þar sem mikil-
væg framfaramál var að ræða.
Enda þótt Stefán væri framkvæmdamaður, gætir hann jafn-
an hófs þegar rætt er um fjárveitingar. Þó er hann ætíð reiðu-
búinn til að styrkja framkvæmdir í landbúnaði, samgöngum
og menntamálum. Þar þótti honum eyðslan mest að spara. Of
langt mál yrði að rekja afstöðu hans til þingmála yfirleitt, svo
víða kemur hann þar við sögu, en nokkurra málaflokka verð-
ur þó að geta.
Eins og fyrr var getið voru deilurnar um Valtýskuna í há-
marki, þegar Stefán kom fyrst á þing. Ekki virðist hann þó
hafa tekið verulegan þátt í umræðum um stjórnarskrána á
fyrsta þingi sínu. Eftir að heimastjórnin kom var hann í and-
stæðingaflokknum. Á þeim árum ritaði hann mikið í Norður-
land um stjórnmál. F.ins og aðrir flokksmenn hans, deilir
hann þar hart á ríkisráðsákvæðið, sem hann kallar innlimun.
Kemur það einkum fram í greininni Innlimunarglapræðið, í
Norðurlandi. Er það raunalegt að sjá jafnraunsæjan mann og
góðviljaðan eyða kröftum í slíkan orðhengilshátt, eins og
mikið af stjórnmáladeilunum þá voru.
Þegar ávarp blaðamannanna birtist 1906 fagnar Stefán því
af alhug, enda mátti ætla af því, að þar hefði fengizt sú sam-
staða allra flokka, sem ekki myndi rofna, þótt annað yrði uppi
á teningnum, þegar ljóst varð hverju Hannes Hafstein var
megnugur að koma fram af málum vorum. Hvers trausts Stef-
án naut í flokki sínum sést bezt á því, að hann skyldi verða