Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 63
63
valinn í millilandanefndina 1908, hinn eini ólöglærði maður
þeirrar nefndar.
Vafalaust hafa honum fallið þungt örlög sambandslagafrum-
varpsins frá 1908. Ég tel rétt að taka hér upp nokkurn hluta
þingræðu hans um frumvarpið. Hún sýnir oss hvernig raun-
sæir, frjálslyndir fylgismenn frumvarpsins litu á það, og er
ekki um of þótt þeirra sjónarmið komi fram, því að enn ligg-
ur við, að margir telji, að andstæðingar frumvarpsins hafi
unnið eitthvert afburðaafrek með því að fella það. F.n Stefán
segir svo:
„I þessu frumvarpi erum vér viðurkenndir frjálst, sjálfstætt
ríki í sambandi við Danmörku um einn og sama konung í
því málefnasambandi, er ríkin hafa kornið sér saman um af
frjálsu fullveldi sínu. Þetta er margsýnt og sannað, svo að
ekki verður móti mælt með rökum.
Þetta, sem hvert einasta mannsbarn á Islandi, þráði og þótti
eftirsóknarvert fyrir nokkrum mánuðum, því ætlar nú meiri
hluti fulltrúa þjóðarinnar að hafna, fyrir þá sök eina, að vér
fáum ekki að þeirra dómi með frumvarpi þessu þann rétt full-
an, er oss beri eftir fornum skjölum og skilríkjum, og svo
framarlega, sem vér samþykkjum þetta frumvarp takist oss
aldrei að eilífu að ná þessum rétti. Þeir aftaka með öllu sjálfir,
sjálfstæðismennirnir okkar, að stíga þetta skref fram á við að
sjálfstæðismarkinu, vegna þess, að með því sé ekki takmark-
inu alveg náð. — Af því að þeir ná ekki hæsta tindinum í einu
stökki, þá eru þeir ófáanlegir til að stíga upp að hátindunum
og kjósa heldur að standa kyrrir í sömu sporum, „standa fast
við status quo og stöðulögin kæru“, eins og þar stendur, horfa
þaðan aftur, langt aftur í aldir og rýna sig rauðeygða á göml-
um sáttmálum og sammælum, þangað til þeir missa sjónar á
því, sem næst er, og miða allt við það, sem var eða þeir álíta
að verið hafi, en ekki við ástandið eins og það er.
Eftir frurnv. er réttur vor meiri í raun og veru en hann hef-
ur nokkru sinni áður verið síðan landið gekk undir konung.
Þessu verður ekki mótmælt. Þótt nú svo væri álitið, að vér