Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 71

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 71
71 Af einstökum landbúnaðarfrumvörpum, sem hann kom mjög við má nefna: sölu þjóðjarða, ræktunarsjóð, útrýmingu fjárkláða, sandgræðslu og skipulag félagsmála landbúnaðar- ins. I umræðunum um sölu þjóðjarða, sem hann fylgdi fast og taldi vera lyftistöng landbúnaðarins kemst hann svo að orði: „Ég tel ræktun landsins meira virði en allar aðrar fram- farir og miklu tryggilegri. Með ræktun landsins má koma hverjum eyri, sem til hennar er varið á háa rentu og svo að hann beri þúsundfaldan ávöxt. Það, sem lagt er í landbúnað- inn, er miklu fastari og tryggari höfuðstóll en það, sem lagt er til annarra atvinnuvega.“* Þótt Stefán væri áhugamaður um skógrækt, barðist hann samt gegn stofnun embættis skógræktarstjóra. Mér skilst þó, að sú andstaða hafi einkum mótazt af tvennu: Ráðið var að skógræktarstjóri yrði danskur maður. Stefán vildi fá til þess íslending, og færir gild rök að því, hversu heppilegra það væri, bæði vegna þess, að Islendingur væri kunnugur öllum landsháttum, og menn fengju meira traust á málinu, ef það væri í íslenzkum höndum, ennfremur lýsir hann sig mótfall- inn öllum afskiptum Dana af íslenzkum atvinnumálum. A hinu leytinu hafði Stefán vantrú á þeim byrjunartilraunum, sem hinir dönsku skógræktarmenn höfðu gert hér, og vildi fara eins að í þeim málum, og Sigurður Sigurðsson hafði gert í tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands, sem hann lýsir allýtarlega í þingræðu um málið. Verður ekki annað sagt en hann hafi þar haft á réttu að standa, þótt í fljótu bragði líti svo út, sem hann sé andvígur skógræktarmálinu, en fjarri fór að svo væri, heldur voru það framkvæmdaratriðin, sem hann beitti sér gegn. En þótt Stefán væri ætíð málsvari bænda á þingi snerist hann mjög öndverður gegn frumvarpi, sem Eggert Pálsson flutti um sérstakan innflutningstoll á smjörlíki, osti og kart- öflum, sem hann vitanlega hefur hugsað sér sem verndartoll fyrir íslenzkar landbiinaðarafurðir, þótt ekki sé þess beint get- ið. Stefán bendir á, að tolltekjur landssjóðs aukist sáralítið við Alþingistíðindi 1905 B, 1266.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.