Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 80

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 80
80 aldrei gróið í íslenzkri mold. Stafaði þetta bæði af röngum nafngreiningum og ruglingi, sem var meðal fræðimanna á plöntuheitum, og svo má einnig vel vera, að plöntur hafi ruglazt saman í söfnum, og þannig slæðzt inn í skrárnar um íslenzkar tegundir. Sjaldnast var nokkur greinarmunur gerð- ur í skrám þessum á innlendum tegundum og slæðingum, sem einungis vaxa hér um stundarsakir. Naumast var hægt að segja, að til væri lýsing nokkurs gróðurlendis, og fullkomin vanþekking var drottnandi um lífsháttu plantnanna til dæmis blómgunar- og fræþroskunartíma, vaxtarstæði og þess háttar. Einn maður hafði þó tekið myndarlega á þessum málum og var það Daninn Christian Grönlund. Skrifaði hann nokkrar ritgerðir um íslenzka grasafræði og var merkast þeirra Islands Flora, sem út kom 1881. Þar var getið um 357 tegundir blóm- plantna og byrkinga, en ekki er gerður greinarmunur á inn- lendum tegundum og slæðingum. Tegundunum er lýst stutt- lega, en greiningarlyklar eru engir. Fremur eru lýsingar Grön- lund ófullkomnar, og fundarstaðir ónákvæmlega tilfærðir og margir rangir. Þess er getið, hvenær Grönlund fann tegundir í blómi, og mun það í fyrsta sinn sem þeirra hluta er gerð grein um íslenzkar plöntur. Ekki verður því neitað, að Grönlund talar með allmiklu yfirlæti um rannsóknir sínar, þegar hann ber þær saman við fyrirrennara sína, og gerir sinn hlut vissulega ekki minni en efni stóðu til. Eins og fyrr var á drepið gagnrýndi Móritz Halldórsson- Friðriksson Flóru Grönlunds mjög harðlega, og þótt dómar hans séu á ýmsa lund ómaklegir, er hann samt órækur vitnis- burður um, að verk Grönlunds er býsna ófullkomið, enda naumast annars að vænta, þar sem hann hafði einungis dval- izt hér á landi tvo sumarparta, og vitanlega ekki komizt til að skoða nema hluta af landinu, enda þótt hann væri bæði dug- mikill og athugull. F.innig er svo að sjá, að hann hafi ekki gagnrýnt verulega eldri plöntuskrár. Fn vert er að minnast þess, að Grönlund safnaði miklu af gróplöntum og varði veru- legum tíma til athugana á þeim, svo að árangur ferða hans verður ekki mældur við Flóruna eina saman.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.