Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Qupperneq 82
82
að enn í byrjun þessarar aldar kunni gamalt fólk nöfn á
plöntum eftir Grasafræði Odds, og það nokkru eftir að Flóra
Islands var út komin. En þess er einnig að minnast, að þegar
Stefán hóf starf sitt var liálf öld liðin frá útkomu Grasafræði
Odds, og hún vafalaust orðin næsta torfengin.
I stuttu máli má segja um þekkinguna á íslenzkri grasa-
fræði um þær mundir sem Stefán hóf starf sitt: Engin viðhlít-
andi bók var til um þau fræði á íslenzkri tungu og skóla-
kennsla í fullri niðurlægingu. Þekkingu almennings hafði
hnignað frá því sem var á fyrri hluta aldarinnar og hin vís-
indalega þekking á gróðri landsins í molum. Menn vissu ekki
til nokkurrar hlítar hverjar tegundir yxu hér, og þó nærri
enn minna um útbreiðslu þeirra. Allt er snerti gróðurfélög,
líf plantna og eðli mátti kalla ókunnugt með öllu. Og það
sem ef til vill var lakast af þessu, áhugi manna og skilningur
á gildi þessara fræða var lítill, og þó ef til vill minnstur meðal
margra hinna lærðu manna, ef frá voru taldir örfáir læknar.
Þar var afturförin greinileg frá seinni hluta 18. aldar, öld
þeirra Eggerts Ólafssonar, síra Björns í Sauðlauksdal og Sveins
Pálssonar. Þetta verðum vér að hafa hugfast, til þess að gera
oss fulla grein þess, hvert menningargildi störf Stefáns Stef-
ánssonar höfðu fyrir þjóðina.
Ferðir og rannsóknir.
Grundvöllur alls vísindastarfs Stefáns Stefánssonar hvílir á
rannsóknum hans í náttúrunni sjálfri. Til þess varð hann
bæði að ferðast um landið og kanna gróður og hætti hans í
nágrenni sínu. Hann tók því til óspilltra málanna jafnskjótt
og hann kom að Möðruvöllum, að kanna gróður, og allt sem
honum við kom. Þegar fyrsta veturinn á Möðruvöllum, fylgd-
ist hann með gróðrinum að kalla mátti frá degi til dags, fyrst
undirbúningnum undir veturinn, síðan hverjar tegundir
stæðu sígrænar að einhverju leyti, og loks vorgróðrinum frá
því snjóa tók að leysa og þar til jörð var algróin og í blóma.
Hélt hann þeim athugunum áfram meira eða minna, alla þá
tíð, sem hann bjó á Möðruvöllum, en ekkert hefur hann
skrifað samfellt um það. En margt er um þetta sagt í bréfum