Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 89
89
Fra Islands Vækstrige.
Árið 1891 birtist fyrsta vísindalega ritgerðin frá hendi Stef-
áns um gróðurrannsóknir lians. Var hún að undirlagi Warm-
ings prentuð í ritum Náttúrufræðifélagsins danska: Viden-
skabelige Meddelelser fra dansk Naturhistorisk Forening. Rit-
gerðin heitir Fra Islands Vækstrige I. Nogle nye og sjældne
Karplanter. Síðan gaf hann út tvær ritgerðir aðrar undir sama
heildarnafni, II. Vatnsdalens Vegetation 1895 og III. Floris-
tiske Nyheder 1897. Upphaflega mun það hafa verið ætlun
Stefáns, að gefa smám saman út á dönsku skýrslur um rann-
sóknir sínar og gróðurathuganir í ýmsum landshlutum. Frem-
ur öðru hafði hann þó í huga að lýsa umhverfi Möðruvalla,
og byrjað mun hann hafa á ritgerð, er hann nefndi á dönsku:
Overvintring og Vegetationens udvikling om Foraaret. En til
hennar hafði hann safnað miklu efni eins og áður er sagt.
Hvatti Warming hann mjög til að hefjast handa í þessum
efnum, og liggur stundum við að liann verði þungorður í
bréfum sínum yfir því, að Stefán skuli ekki skrifa meira, ekki
sízt þegar hann hefur fengið forsmekk af athugunum Stefáns
í bréfunum, en Stefán skrifaði Warming margt grasafræði-
legs efnis, og las hann sumt af því upp á fundum í llotanisk
Forening, og var þar gerður góður rómur að.
En eins og áður er frá sagt var það margt sem tálmaði því
að Stefán skrifaði meira en raun varð á. Áhugi lians á nær öll-
um framfara- og félagsmálum samtíðar hans lét liann aldrei í
friði. Hann hlaut að taka þátt í þjóðlífinu, sem umhverfis
hann hrærðist, og sveitungar hans notuðu sér starfsvilja hans
og starfshæfni til hlítar. Síðar kom svo þingmennskan til sög-
unnar. Þegar svo ofan á það bættist rekstur á stórbúi, og allt
þetta er tómstundavinna frá embættisstörfum, sem hann rækti
af mikilli kostgæfni, þá er það í rauninni furðulegt hve miklu
hann fékk komið í verk. F.kki má heldur gleyma því, að hann
hafði geysimiklar frátafir vegna gestagangs, og skömmu eftir
1890, tekur hann að kenna þess heilsubrests, sem olli því, að
hann lá fársjúkur lengri eða skemmri tíma á hverju ári að heita
mátti. Var það illkynjuð hálsbólga. Það er ljóst að hann hef-
ur snemma hugsað til undirbúnings Flóru, og þegar sú hugs-