Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 92
92
ur þessi ritgerð oss nokkra hugmynd um, hvernig Stefán
mundi hafa lýst gróðri einstakra landshluta, ef honum hefði
unnizt tími þar til. Ritgerðin er í tveimur meginköflum. Ann-
ars vegar er gróðurlýsing, en hins vegar flóra dalsins.
Gróðurlýsingin hefst á lýsingu staðhátta, landslagi, jarðvegi
og loftslagi. Síðan lýsir hann gróðri dalsins í þrennu lagi: dal-
botninum, hlíðum og fjallinu. F.r gerð grein hinna helztu
gróðurlenda í hverju umhverfi um sig, og lýst við livaða skil-
yrði þau skapist. I dalbotninum lýsir hann vatnagróðri, bæði
í stærri vötnum en einkum þó í tjörnum, sem vaxnar eru stör
og fergini, flóa, aðallega gulstararflóanum og gróðri árbakk-
anna, sem vér nú myndum sennilega flokka undir valllendi
eða jaðar. I hlíðunum er lýst valllendi, og þá um leið skýrt
frá gróðri túnanna, mólendi, bæði rjúpnalaufs og lyngmóum,
og melum. Sýnir hann þar fram á samhengi móa- og mela-
gróðurs, og bendir á rjúpnalaufsmóana, sem eins konar milli-
stig þessara gróðurlenda. Stutt lýsing er og á mýrlendum blett-
um í hlíðum. Nákvæmlega er lýst gróðri í urðum og klettum,
sérstaklega þar sem blómstóð eru á vel skýldum stöðum. Uppi
á fjallinu er gerð skýr grein fyrir gróðri mela, mólendis, mýra
og flóa. Einnig er þar lýst gróðri í snjódældum, enda þótt Stef-
án greini ekki það gróðurlendi frá hinum, hvorki þá eða
síðar.
Nær ekkert hafði verið skrifað um íslenzk gróðurlendi og
gróðurskilyrði fyrir þenna tíma. Grönlund hafði að vísu kom-
ið lítilsháttar inn á það viðfangsefni í tveimur ritgerðum. Hér
var því um algert brautryðjendastarf að ræða í íslenzkum
náttúruvísindum. Verður ekki annað sagt, en Stefán seri efni
þessu góð skil eftir því sem efni stóðu til, og vafalaust hefði
íslenzk gróðurlendatræði mótazt fastar hjá honum, ef honum
hefði unnizt tóm til að gera fleiri héruðum lík skil og Vatns-
dalnum. Þess sjást greinileg merki, að hann hefur við samn-
ing þessarar ritgerðar haft mikinn stuðning af riti Warmings:
Om Grönlands Vegetation, sem þá var nýlega útkomið, en
það markar að verulegu leyti tímamót í lýsingum á arktísk-
um gróðurlendum, og er að nokkru leyti undirbúningur að
hinu merka riti Warmings: Plantesamfund, en þar er meðal