Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Qupperneq 93
93
annars vitnað í þessa ritgerð Stefáns. Með þessari ritgerð er
lagður fyrsti grundvöllurinn að íslenzkri gróðurlendafræði.
Síðari hluti þessarar ritgerðarinnar er flóra Vatnsdals. Þar
eru taldar 228 tegundir og getið útbreiðslu þeirra. Allmargar
þeirra eru slæðingar, og er hvarvetna tekið fram um það.
Nokkrar þessara tegunda hafa verið felldar niður í Flóru Is-
lands sem ranggreindar. Allar þessar tegundir, nema þrjár,
hafði Stefán sjálfur fundið þarna, svo að ekki verður annað
sagt en vel hafi verið að unnið þau sumur, er hann dvaldist
í Vatnsdalnum. Þetta er fyrsta íslenzka héraðsflóran, sem á
prenti birtist, og enn er hún í fremstu röð þeirra.
Aðrar ritgerðir.
Þegar hefur verið getið ritgerðanna tveggja frá ferðum Stef-
áns, För til Héðinsfjarðar og Hvanndala og Frá Möðruvöllum
,,Heim að Hólum“. Eins og nöfnin bera með sér eru þær báð-
ar úr sama héraði að kalla má. Onnur frá útsveitum en liin
úr afdölum Eyjafjarðar. í báðum greinunum, sem um margt
eru líkar er margan fróðleik að finna, og mikill skaði fyrir
síðari tímann, að Stefáni skyldi ekki auðnast að skrifa fleiri
slíkar lýsingar. Ekki sízt þar sem dagbækur lians frá ferðun-
um munu ýmsar vera glataðar eða ef til vill allar. Allmörg-
um árum seinna skrifaði hann stutta lýsingu á gróðri í ná-
grenni Sprengisandsvegar fyrir Daniel Bruun, og var hún
prentuð inni í ritgerð Bruuns um Sprengisand, og hefur því
farið framhjá mörgum. En þar er í stuttu máli lýst höfuðein-
kennum gróðurs á leiðinni frá Vatnahjalla suður um Laugar-
fell og umhverfis Arnarfell. F.inkum er góð lýsingin frá Arn-
arfellsbrekkunni og hinu þroskalega blómlendi þar. I.ýsing
Stefáns af flánni í Eystri Pollum er fyrsta gróðurlýsing af flá,
sem birzt hefur á prenti. Sveinn Pálsson hafði að vísu lýst flá
í Ferðabók sinni, en hún var fáum kunnug í þann tíma.
Árið 1910 birti hann stuttorða lýsingu á Glámu, til leiðrétt-
ingar ummælum Þorvalds Thoroddsens um jökul á Glámu.
Lítið er þar gróðurfræðilegs efnis, en sennilega er þetta kafli
úr ferðalýsingu hans um Vestfirði.
Þá er vert að minnast alþýðlegrar fræðigreinar, sem Stefán