Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 95
hans séu beinn undirbúningur þess, heldur á Flóra einnig ræt-
ur sínar að rekja til kennslunnar í grasafræði.
Stefán bafði ekki kennt lengi, þegar liann fann til erfið-
leika vegna þess, að engin íslenzk bók var til um grasafræði-
leg efni, sem gagn væri í. Nemendur þekktu sárafáar tegund-
ir, sem varla var von, og þeir höfðu enga möguleika til að
afla sér þeirrar þekkingar á eigin spýtur, og sú hjálp, sem skól-
inn, er einungis starfaði á vetrum, gat látið í té, var næsta tak-
mörkuð. En samtímis því sem hann mætti þessum örðugleik-
um rak hann sig á, hversu hinum gömlu íslenzku flórulistum
var ábótavant, og hver þörf var á að hreinsa til í þeim óskapn-
aði. Þegar annan kennsluvetur sinn á Möðruvöllum byrjar
hann á að fara gegnum alla þá prentuðu flórulista, sem hann
hafði handbæra, velja þar og hafna, og leitast við að fella þau
íslenzk nöfn, sem honum voru kunnug að réttum tegundum.
Og á sama vetri fer hann að skrifa „yfirlit um gróðurríki ís-
lands“ handa piltum. Ári síðar er þetta yfirlit búið að fá
mynd stuttorðrar nafngreiningar-flóru. Segir hann svo um það
í dagbók 18. febr. 1891: „Sem lýsingar á ölhim þeim plöntu-
ættum, sem ekki eru í kennslubókinni (V. A. Poulsen: Lære-
bog i Botanik) og bý svo til lykil til að ákvarða kynin eftir.
Ef mér tækist að gera þetta nokkurn veginn, þá hef ég í
hyggju að fullkomna þenna leiðarvísi og gefa hann út.“ Af
bréfi til Warmings sést, að hann hefur hugsað sér hina dönsku
Exkursionsflóru Raunkiærs sem fyrirmynd, en hún er ein-
ungis greiningarlyklar. Það er einnig ljóst, að í fyrstu hefur
hann einungis hugsað sér þetta sem nothæfa kennslubók, en
ekki vísindarit. En jafnframt kvartar hann yfir, að sig vanti
eintök af hinum sjaldgæfari plöntum til að gera eftir þeim
lýsingar. Til er í Landsbókasafninu handrit að þessari skóla-
flóru, skrifuð af skólapilti 1893. Þar eru ættalýsingar og grein-
ingarlyklar margra tegunda, en þó er auðsætt, að höf. hefur
enn ekki verið ljóst, hvað væru íslenzkar tegundir, og hverju
bæri að sleppa úr flórulistunum. En margt fróðlegt mætti í
handriti þessu finna um nafngiftir.
Það er nokkurn veginn fullvíst, að frá því um 1890 hefur
Stefán unnið markvíst að samningu Flórunnar, en þegar hún