Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 96
96
loks er fullbúin, rétt fyrir aldamótin, er þar ekki um að ræða
stuttan leiðarvísi handa skólasveinum, heldur fullkomið vís-
indarit, sem legg;ur orundvöllinn að grasafræði íslands. Marsr-
víslegar annir og umsvif ollu því, að á árunum 1894—96 vinn-
ur hann einungis slitrótt að samningu Flórunnar. Hins veg-
ar tekur hann til óspilltra málanna veturinn 1896—1897, og
segir hann þá í bréfi til Warmings að lrann verði að ljúka við
handritið þann vetur, en það hafi nú legið hjá sér hálfunnið
um nokkur ár. Þótt undarlegt megi virðast, verður ekki séð,
að Warming hvetji hann verulega til þess að semja flóruna.
Hann hefur ef til vill haldið, að þar yrði aðallega um ófrum-
legt verk að ræða, eða eins og Stefán ætlaðist til í fyrstu, stutta
skólaflóru. Hins vegar er Warming mjög í mun að fá fleiri rit-
gerðir i líkingu við gróðurlýsingu Vatnsdals, og þó einkum
um vetrarstöðu og vorstörf plantnanna.
En héðan af snýr Stefán ekki aftur frá settu marki um flór-
una. Hann virtist semja meginhluta handritsins á árunum
1896—1897. En í janúar 1898 veiktist hann hastarlegar en
nokkru sinni fyrr. Var hann rúmfastur fram undir vor, og var
nú ekki annars úrkosti en að fara utan, til að leita lækninga
við þessari meinsemd. Fékk hann hennar mikla bót, og gat nú
dvalizt veturinn 1898—1899 í Kaupmannahöfn og unnið að
flóruútgáfunni. Veitti Carlsbergsjóðurinn honum nokkurn
dvalarstyrk, sem fyrr er getið. Þenna vetur vann Stefán af
kappi. Hann kannaði öll þau kynstur íslenzkra plantna, sem
smám saman höfðu safnazt í Grasasafninu í Höfn, og hann fékk
þangað til láns, það sem hann taldi þörf á frá Stokkhólmi. En
á þessum tveimur stöðum var langmestur hluti þeirra plöntu-
safna, sem til voru frá íslandi, ank þess sem Stefán sjálfur átti.
Þegar þess er gætt, hversu víða Stefán hafði farið, verður eigi
annað sagt en hann hefði góð og mikil gögn í höndum til þess
starfs, sem liann nú hugðist reka smiðshöggið á.
I megindráttum má segja, að undirbúningsstarfið að flór-
nnni væri þríþætt. Þegar í upphafi setti Stefán sér það mark
að taka ekki í flóru sína nokkra þá tegund, sem ekki hefði
fundizt á íslandi með fullri vissu. Jafnframt skyldi gerð grein
þess hverjar tegnndir væru annars vegar innlendar, eða þá