Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 99
99
azt svo góða leiðarvísa, til að þekkja eftir íslenzkar plöntur.
Er vant að sjá að betur hefði mátt takazt ekki sízt, ef þess er
gætt, að hér er um brautryðjandaverk að ræða. Má sjá þess
glögg merki, að þar hefur fjallað um maður, sem í senn var
vísindamaður og kennari. Leiðin er vísuð þar eftir vörðum,
án þess slegið sé af vísindalegri nákvæmni umfram það sem
nauðsynlega leiddi af því, að stærð bókarinnar voru takmörk
sett.
í þriðja lagi eru svo vaxtarstaðir og útbreiðsla. Hér er þess
gerð grein í fyrsta sinni um allar íslenzkar háplöntur í hvers
konar jarðvegi og umhverfi þær vaxi. Þær lýsingar eru svo
stuttorðar sem framast er unnt, svo að um nákvæm skil er ekki
að ræða. Óvíða hygg ég þó, að nokkuð sé ranghermt, en hitt
liggur í hlutarins eðli, að margt hefði mátt rekja nákvæmar.
Sama má segja um blómgunartíma plantna, sem hér er til-
greindur í fyrsta sinn um allan þorra tegundanna. En það
verður að játa, að þekking vor í þeim efnum hefur ekki auk-
izt verulega síðan Flóra var samin. En þess er þar að gæta að
Stefán hafði sérstaklega lagt stund á að fylgjast með blómg-
unartíma plantna allt frá því hann hóf gróðurrannsóknir sín-
ar. Er mikinn fróðleik að finna um þau efni i dagbókum lians
og bréfum til Warmings.
Á engu sviði flytur þó Fh'jra Stefáns jafnmikið nýtt og um
útbreiðslu tegundanna. Kom þar tvennt til. Stefán hafði fyrst-
ur manna kannað nær allt það, sem áður hafði verið skrifað
um íslenzkar plöntur, og hitt að hann hafði ferðast meira um
landið en nokkur grasafræðingur á undan honum, og var fyrsti
íslendingurinn, sem lagt hafði stund á þessa hluti, og átti því
miklu léttara með að átta sig á þeinr með skjótri yfirsýn en er-
lendir menn. Þótt hann hefði oftast farið hratt yfir landið, þá
hafði hann séð miklu mestan hluta þess með eigin augum. Og
hann hafði líka til uppbótar fengið margar nytsamar upplýs-
ingar frá lærisveinum sínum og fróðum mönnum, sem hann
kynntist á ferðum sínum. Verður ekki annað sagt en þessi
þáttur flórunnar hafi vel tekizt eigi síður en hinir, en þó hef-
ur við engan þeirra verið jafnmiklu bætt síðan, en slíkt er
bein afleiðing þess, að unnt hefur verið að grannskoða nú
7*