Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 109
100
komið, að hann ræðir um að sækja unr landssjóðsstyrk til út-
gáfu slíkrar kennslubókar. En aðrar annir tálma framkvæmd-
um, og þá náttúrlega fyrst af öllu undirbúningur og útgáfa
Flórunnar. Annars sfrunar mig einnis;, að Stefáni hafi ef til
vill fundizt, að hann ekki gæti gert bókina eins vel úr garði
og hann óskaði. Því að góða bók vildi hann gera. Það varð
því ekki fyrr en 1913, að kennslubók hans í grasafræði, Plönt-
urnar komu út. Hefur hún síðan komið út í 3 útgáfum lítið
breyttum, og er enn bezta kennslubókin, sem samin hefur ver-
ið í grasafræði á íslenzku og jafnvel í fleiri greinum. Hins
vegar hefur breytt skólakerfi gert liana nú of langa og að
ýmsu leyti óheppilega. Ekki eru Plönturnar með öllu sjálf-
stætt rit. Fyrri hluti bókarinnar, hin almenna grasafræði, er
algerlega sniðinn eftir kennslubók eftir Warming, Planteli-
vet, sem fyrst kom út 1900, og naut lengi mikilla vinsælda í
Danmörku. En vitanlega er allt efnið fært til íslenzkra stað-
hátta um dæmi og annað, eftir því setn unnt var og þörfin
krafði. Síðari hlutinn um kerfið, er hins vegar frumsaminn,
þótt nokkur hliðsjón sé höfð af bók Warmings. Mikil frant-
för var að því að fá Plönturnar, enda fögnuðu henni allir, sem
eitthvað höfðu með hana að gera, bæði kennarar og nemend-
ur. Fékk hún mjög góða dóma allra, sem um hana rituðu og
þótti að nokkru leyti vera viðburður í íslenzkri bókagerð.
Málið á Plöntunum er leikandi lipurt, og vafalaust áttu þær
mestan þáttinn í að festa fræðiorð Stefáns í málinu.
Stefáni auðnaðist að sjá um aðra útgáfu Plantnanna síðasta
árið sem hann lifði. Litlar breytingar gerði hann á þeim, en
bætti þó inn í þær litlum kafla um uppblástur og endur-
græðslu, svo og hversu landið hefði gróið í öndverðu, að lok-
inni ísöld. Þótt vér nú lítum öðrum augum á þær kenningar,
sem þar eru fram settar, þá er þessi kafli fullkomið snilldar-
verk að máli og framsetningu.