Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 130
130
fimm grastegundir árin 1959—1961. í grein þessari verður
skýrt frá helztu niðurstöðum þessara rannsókna.
Áður en lengra er haldið, skal þess getið, að 1956—1958
var hver áburðarskammtur aðeins reyndur á einum reit.
Því getur verið, að tilviljun ráði nokkru um niðurstöður
athugunarinnar. í tilrauninni 1959—1961 voru hafðar þrjár
endurtekningar á hverjum áburðarskammti, og eru niður-
stöður úr henni alláreiðanlegar. Tilraunin var hins vegar
gerð á lélegu ræktunarlandi, og rýrir það ef til vill nokkuð
almennt gildi hennar. Ég tel þó, að ýmsan lærdóm megi af
rannsóknum þessum draga, og tel rétt, að árangur þeirra
komi fyrir almenningssjónir.
TILRAUN MEÐ FIMM GRASTEGUNDIR.
a. Tilhögun.
Tilraun þessi var gerð árin 1959—1961, og var tilhögun
hennar þannig:
Ábur ðarskamm tar:
Kg áburðar á ha:
I. 30 P20„ 35 K20 og 45 N.
II. 60 - 70 - 90 -
III. 90 - 105 - 135 -
Hver áburðarskammtur var revndur
tegundir:
á eftirtaldar gras-
Uppruni eða stofn:
a. Vallarsveifgras (Poa pratensis) ..... Mac Donald.
b. Túnvingull (Festuca rubra)........... D. L. F.
c. Háliðagras (Alopecurus pratensis) .... frá Finnlandi.
d. Vallarfoxgras (Phleum pratense)...... Grindstad.
e. Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) .... Mac Donald.
Samreitir í tilrauninni voru 3, og alls voru því 45 reitir.
Hver reitur var 4l/£x8 = 36 m2.
Tilraunin var gerð á leirbornu mýrartúni, sem ræst var