Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 131
131
fram 1953. Þessi hluti Hvanneyrartúnsins er mjög ófrjór,
líklega vegna leirsins í mýrinni, og uppskera yfirleitt rýr
eins og sjá má af uppskerutölunum í töflu I.
Landið var kýft 1957 og unnið með jarðtætara vorið 1958.
Hinn 24. júlí 1958 var dreifsáð í landið, en það ár var
tilraunin ekki slegin. Notaðir voru stofnar, sem fengust
í verzlunum 1958.
Árið 1958 fengu allir reitir sama áburðarskammt eða 200
kg P2 5, 80 kg K20 og 50 kg N á ha. Áburðartegundirn-
ar, sem notaðar voru öll árin, voru kjarni, þrífosfat og 50%
kalí.
Hinn 10. júní 1959 var þéttleiki gróðursins metinn í reit-
unum, og féll sá dómur þannig:
a. Vallarsv. b. Túnvingull c. Háliðagr. d. Vallarfoxgr. e. Skriðlíng.
I. 16% 12% 36% 62% 0%
II. 10% 10% 39% 57% 0%
III. 14% H% 33% 62% 0%
Tölurnar sýna, hve gróðurinn þakti stóran hundraðs-
hluta af landinu. Af þeim sést, að skriðlíngresi var ekki far-
ið að koma upp 10. júní, árið eftir að því var sáð, og vallar-
sveifgras og túnvingull voru illa komin upp. Fyrri sláttur
af þessum tegundum var einnig lítill þetta sumar, en seinni
sláttur óeðlilega mikill eins og sjá má af töflu I og 1. mynd.
Grösin voru í örum vexti, þegar fyrri sláttur var sleginn,
og þess vegna er seinni sláttur mikill.
b. Uppskera.
Uppskerumælingar voru gerðar árin 1959—1961. Niður-
stiiður þeirra mælinga eru sýndar í töflu I og 1. og 2. mynd.
9*