Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 134
Tafla I sýnir uppskeru í hkg lieys (15% vatnsmagn) af ha.
Samkvæmt líkindareikningi er uppskerumunur, sem er
meiri en 0.75 hkg/ha, raunhæfur í 99% tilfella.
Sláttudagar voru sem hér segir:
1. sl. 2. sl.
1959 ......................... 14/7 5/9
1960 ......................... 30/6 3/9
1961 ......................... 13/7 18/9
Vallarsveifgras. Að meðaltali fékkst minnst uppskera af
vallarsveifgrasi þessi þrjú ár. Það var þó aðallega fyrsta ár-
ið, sem uppskera af því var lítil, en seinni árin tvö var
vallarsveifgrasið uppskerumeira en skriðlíngresið og álíka
uppskerumikið og túnvingull og háliðagras. Endurvöxtur
var í meðallagi miðað við hinar grastegundirnar, en háar-
spretta var yfirleitt lítil í tilrauninni og má sjálfsagt kenna
landinu þar um. Vegna leirsins myndaðist skorpa á yfir-
borðinu, ef þurrkar héldust nokkurn tíma.
Túnvingull. Af honum hefur fengizt meiri uppskera en
af vallarsveifgrasinu að meðaltali, en minni meðaluppskera
en af háliðagrasi og vallarfoxgrasi. A fyrsta ári fékkst minnst
uppskera af túnvingli af öllum grastegundunum fimm, en
seinni árin tvö fékkst meiri uppskera af honum en af skrið-
língresi og álíka mikil og af vallarsveifgrasi og háliðagrasi.
Hann var reyndar uppskerumestur annað ár á reitunum,
sem fengu mestan áburð. Háarspretta var í meðallagi mið-
að við hinar grastegundirnar.
Háliðagras. Það var í öðru sæti miðað við uppskerumagn.
Uppskera af því var nokkuð jöfn öll árin. Háarspretta var
allgóð miðað við hinar tegundirnar. Háliðagrasið lifnaði
snemma á vorin og skreið fyrst allra grasa. Til dæmis byrj-
aði háliðagras að skríða 14. maí árið 1960, vallarsveifgras
1. júní, túnvingull 7. júní og vallarfoxgras 23. júní.
Vallarfoxgras. Það var nær alltaf uppskerumest. Uppskeran
var nokkuð jöfn öll árin. Háarspretta var lítil, og er það
samhljóða árangri annarra tilrauna og almennri reynslu.
Vallarfoxgrasið grænkaði fyrst á vorin, en skreið seint.