Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 142
142
urstöðum tilraunarinnar, sem lýst er hér að framan og al-
mennri reynslu.
c. Steinefnaákvarðanir.
Eins og áður getur var uppskera ekki vegin 1958, en í
þess stað tekin sýnishorn til efnaákvarðana. Ákvarðað var
kalsíum og fosfór magn grassins á nokkrum reitum öðru
liverju um sumarið. Á þann hátt var unnt að fylgjast með
breytingum á kalsíum og fosfór magni grassins á ýmsum
aldursstigum.
Þessar efnaákvarðanir sýndu, að kalsíum magn grassins
eykst, þegar líður á sumarið. Það er samhljóða niðurstöð-
um fyrri rannsókna hér á landi (Björn Jóhannesson, 1956).
Fosfór magn grassins minnkar, þegar líður á sumarið. Af
þessu leiðir, að hey úr fyrri slætti er kalsíum snauðara og
fosfór auðugra en hey úr seinni slætti. Ca/P-hlutfallið er af
sömu sökum lægra í heyi úr fyrri slætti en seinni.
Efnaákvarðanir þessar sýndu einnig, að túnvingull er kal-
síum auðugri en háliðagras og vallarfoxgras.
Á 4. mynd sýnir línurit breytingar á kalsíum og fosfór
magni þeirra þriggja grastegunda, sem teknar voru til efna-
ákvörðunar. Tölurnar eru meðaltal nokkurra áburðarreita
og sýna, hversu mörg % Ca og P er í þurrefni.
Sumarið 1958 voru einnig gerðar efnaákvarðanir á sýnis-
hornum, sem tekin voru úr óáborinni og illa framræstri
mýri á Hvanneyri. Á línuritinu á 4. mynd má sjá árangur
þessara efnaákvarðana. Það sem einkum er athyglisvert við
þær niðurstöður, er að kalsíum magn óáborna mýrargróð-
ursins er svipað og kalsíum magn hins áborna túngróðurs,
en fosfór magnið er mun minna í mýrargróðrinum eða um
1/4 af þvl> sem þa^ er í túngrfjsunum.
ÁLYKTANIR.
Af þeim rannsóknum, sem að framan er lýst, má draga
eftirfarandi ályktanir:
1. Vallarfoxgras hefur að meðaltali í þrjú ár verið upp-