Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 147
147
2. Skýrsla stjórnarinnar.
Formaður félagsins skýrði frá starfseminni á árinu. Aðal-
starfið eins og oftast áður ýmiss konar fræðslustarfsemi.
Ræddi hann um útgáfu Ársritsins og ýmsa erfiðleika í því
sambandi. Gat hann um það, að Búnaðarsamböndunum
hefði verið ritað bréf, þar sem stungið hefði verið upp á
því, að samböndin tækju að sér sölu á ritinu, hvert á sínu
félagssvæði. Þessi tillaga fékk daufar undirtektir hjá sam-
böndunum. Þá greindi formaður frá fræðslufundi fyrir
ráðunauta úr Norðlendingafjórðungi, sem haldinn hafði
verið á árinu í sambandi við aðalfund félagsins.
3. Reikningar.
Jónas Kristjánsson las upp og skýrði reikninga félagsins
fyrir árið 1961. Voru reikningarnir endurskoðaðir og undir-
ritaðir af endurskoðendum.
Mættu þá á fundinum fulltrúar frá:
Búnaðarsamb. S.-Þingeyinga: Hermóður Guðmundsson
og Búnaðarsamb. Austur-Húnavatnssýslu: Pétur Pétursson.
Nokkrar umræður urðu í sambandi við reikningana. Þess-
ir tóku til máls: Jón Rögnvaldsson, Steindór Steindórsson,
Jónas Kristjánsson, Ármann Dalmannsson og Hermóður
Guðmundsson. Voru þá reikningarnir bomir upp og sam-
þykktir með samhljóða atkvæðum.
Þá var lögð fram og útbýtt fjárhagsáætlun fyrir árið 1963.
Var þá stungið upp á þessum mönnum í fjárhagsnefnd: Ár-
manni Dalmannssyni, Eggert Davíðssyni, Halldóri Jónssyni,
Hermóði Guðmundssyni og Þorsteini Davíðssyni. Þá var
frestað umræðum um fjárhagsáætlunina.
4. Önnur mál.
Formaður, Steindór Steindórsson, ræddi um framtíðar-
starfið. Ræddi hann um nauðsyn þess að hægt væri að halda
áfram útgáfu Ársritsins og auka veg þess að mun frá því,
sem nú er. Þá ræddi hann einnig um þær hugmyndir, sem
fram hefðu komið, um stofnun og starfrækslu efnarannsókn-
arstofu á Akureyri. Ræddi hann um það hvort slík rann-
10*