Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 148
148
sóknarstofa yrði sérstök stofnun, og þá möguleika hvort
Ræktunarfélagið hefði þar forgöngu um eða yrði aðili að
framkvæmdum og rekstri. Eftir ræðu formanns talaði Jónas
Kristjánsson um ýmis atriði varðandi þetta mál.
Klukkan var þá orðin hálf eitt og matarhlé gefið.
Að loknu matarhléi flutti Steindór Steindórsson fræðandi
erindi um líffræði. Jafnframt sagði hann frá fundi líffræð-
inga, sem hann hafði setið í Sviss nýverið. Þökkuðu fundar-
menn erindið með lófataki.
Hófust þá umræður um 4. mál dagskrárinnar, sem áður
er frá greint. Næstur talaði Jón Rögnvaldsson. Ræddi hann
lítillega um hugmyndina um rannsóknarstofu á Akureyri
og auk þess um skjólbelta ræktun, sýndi myndir af skjól-
beltum, sem ræktuð hafa verið austan megin Eyjafjarðar.
Var honum þakkað með lófataki.
Gaf þá fundarstjóri fundarhlé, en fjárhagsnefnd tók til
starfa.
Klukkan 3 hófst fundur að nýju.
Fyrstur talaði Ármann Dalmannsson. Ræddi hann fyrst
um þær viðræður, sem farið hafa fram við ýmsa aðila varð-
andi stofnun og starfrækslu rannsóknarstofu hér á Akureyri,
og las síðan upp tillögu, sem fjárhagsnefnd hafði samið um
þetta mál í samvinnu við stjórn félagsins. Umræður héldu
áfram um þetta mál og tóku þessir til máls: Steindór Stein-
dórsson, Árni Jónsson, Ármann Dalmannsson, Hermóður
Guðmundsson, Pétur Pétursson, Jón Rögnvaldsson og Árni
Jónsson.
Fundarstjóri las þá upp tillögu þá, sem áður er getið, eft-
ir að lítilsháttar breytingar höfðu verið á henni gerðar. Var
hún samþykkt með samhljóða atkvæðum svohljóðandi:
„Aðalfundur Rf. Nl., haldinn á Akureyri 27. okt. 1962,
telur mjög mikla nauðsyn á að stofnuð verði og starfrækt
rannsóknarstofa liér norðanlands, þar sem framkvæmdar séu
m. a. jarðvegs- og fóðurefnarannsóknir. Felur fundurinn
stjórninni að beita sér fyrir stofnun slíkrar rannsóknarstofu