Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Side 78

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Side 78
80 sig betur en jafnvel hinir bjartsýnustu félagsmenn munu hafa þorað að vona, og bendir ótvírætt til þess, að K. Þ. eigi að takast á hendur fleiri verkefni en það hefir hingað til gert. K. K. Hjálparsjóður K. P. Á aðalfundi K. Þ. í apríl 1928 var samþykt að legg'ja 1% á verð innfluttra vara og stofna með því Hjálparsjóð, sem hefði það hlutverk að styrkja fátæka félagsmenn, til þess að borga skuldir sínar frá fyrri árum. Skyldu deildir sækja um styrkinn fyrir hönd einstaklinganna og leggja eigi minna fram til skuldaniðurfærslunnar en Hjálparsjóðurinn. Á árinu 1928 borgaði stjórn K. Þ. úr sjóðnum kr. 8600.00, og deildir þær, sem styrkþegarnir voru í, lögðu fram, — eða sáu um að vinir og vandamenn legðu fram, — annað eins fé á móti. Árið 1929 hafa á samá hátt verið veittar kr. 5300.00 úr sjóðnum. 1 sjóði til næsta árs eru: kr. 860.00. Að sjálfsögðu verður þessari hjálparstarfsemi haldið á- fram, en vitanlega er það svo með þetta góða málefni, að vel þarf að gæta þess, að stuðningurinn komi þar niður, sem hans er mest þörfin, og verði hvatning til manndáðar, en ekki til þess að deyfa sjálfsbjargarviðleitnina. K. K.

x

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/271

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.