Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1929, Blaðsíða 6

Veðráttan - 02.12.1929, Blaðsíða 6
f Arsyflrlit Veðráttan 1929 Soltau frá 25. júní til júlíloka, er Dr. Kantzenbach tók við og var þangað til flugferðir liættu þ. 23. sept. Kostnaður við dvöl þeirra hér var greiddur af Fiugfélaginu. Þ. 18. júní gaf Stjórnarráðið út reglur fyrir Veðurstofuna, komu þær að nokkru leyti til framkvæmda snemma í júlí, en þeim l)reytingum, sem höfðu í för með sér aukin útgjöld, lieflr þó orðið að fresta, flestum, vegna fjárskorts. I viðbót við þær veðurfregnir, sem áður voru sendar, var í marz byrjað á því að útvarpa veðurfregnum á þýzku tvisvar á dag. Er sænsku flugmennirnir, Ahrenberg og Flodén, gerðu tilraun til að fljúga til Ameríku um ísland og Grænland, lét Veðurstofan þeim í té veðurfregnir og veðurspár frá því skömmu áður en þeir lögðu af stað frá Stokkhólmi og þar til er þeir höfðu dvalið nokkra daga í Grænlandi. Einnig hafði Veðurstofan milligöngu í því, að þeir fengju veðurfregnir og veðurspár frá veðurstofunni í Kanada. Um tíma sendi og Veðurstofan veðurfregnir og veðurspár til leiðbeiningar fyrir liinn ameriska flugmann Cramer, er ætlaði að fljúga um Island til Evrópu. Var í ráði, að hún aðstoðaði við fleiri tilraunir til að fljúga milli Ameríku og Evrópu, þótt eigi yrði úr því, vegna þess að hætt var við þær fiugtilraunir. Utgáfu mánaðarritsins „Veðráttan11 var haldið áfram þetta árið auk þess voni fjölrituð, eins og að undanförnu veðurskeytin að morgninum og send áskrifendum. Fjölritaðar voru og skýrslur um landskjálfta, er mælarnir í Reykjavík sýndu. Skýrslur þessar eru á ensku og sendar þeim stofnunum erlendis, er fást við samskonar rannsóknir, enda fær Veðurstofan í skiftum skýrslur þeirra. Nokkur landskjálftablöð voru og send erlendum stofnunum til nánari athugunar, vegna þess að þær ætluðu að láta fram fara sérstaka rannsókn á þeim landskjálftum. Nokkrum opinberum stofnunum innanlands og utan og einntökum visindamönnum voru eftir ósk þeirra gefnar skýrslur um sérstaka þætti úr veðurlagi hér á landi eftir eldri at- hugunum. Til upplýsinga í lögfræðilegum málum voru á þessu ári gefln 5 vottorð um veðrið. Veðurstofan safnaði einnig símfregnum og skriflegum skýrslum um eldgosin í febrúar og gaf út tilkynn- ingu um þau. Bókasafn Veðurstofunnar vex hröðum skrefum. Nokkrar bækur hai'a verið keyptar, en miklu meira munar um það, að hún fær mikið af ritum í skiftum frá erlendum veðurl'ræðistofum. A þessu ári fékk hún og mikla bókagjöf (um 200 bindi, iiest innbundin) frá hinu danska Marineministerium. A veðurathuganastöðum hafa litlar breytingar orðið. Þ. 11. des. byrjaði Grímsey að senda veðurskeyti daglega, Meðan flugferðum var haldið uppi (frá 25. júní til 23. sept.) fjekk Veðurstofan aukreitis veðurfregnir frá 10 veðurskeytastöðvum og frá 6 aukastöðvum, sem sendu aðeins veðurskeyti þann tíma, er flugferðirnar voru. Eins og á undanförnum árum liafa landskjálftamælarnir verið í stýrimannaskólanum og heíir skólastjóri Páll Haiklórsson annast hina daglegu hirðingu þeirra, en forstjóri Veðurstotunnar hettr unnið úr landskjálfta uppteiknunum þeirra. Fram að 17. nóv, voru land- skjálftablöðin athuguð aðeins einu sinni í mánuði, en síðan hafa þau verið athuguð daglega, og verða framvegis sendar út í útvarpi fregnir af þeim landskjálftum, sem mælarnir sýna að eigi upptök í eða við Island. Fyrir áramót varð eigi vart neinna slíkra landskjálfta. (54)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.