Veðráttan - 02.12.1959, Qupperneq 22
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1959
Sænski leiðangurinn starfaði hér með jarðhitadeild Raforkumálaskrifstofunnar og
Veðurstofunni, og tók Eysteinn Tryggvason jarðskjálftafræðingur þátt í framangreindu
starfi fyrir hönd Veðurstofunnar.
Mælingar á geislavirkum efnum o. fl.
1 byrjun apríl 1959 hófst á Rjúpnahæð söfnun úrkomusýnishorna fyrir atómrann-
sóknastöðina í Harweil í Englandi til ákvörðunar á innihaldi úrkomunnar af strontíum
90 og strontíum 89, en það eru geislavirk afbrigði af frumefninu strontíum, og cesíum 137,
geislavirku afbrigði frumefnisins cesíum. Eru niðurstöðurnar birtar á öðrum stað i þessu
ársyfirliti, ásamt athugunum sömu stofnunar á magni strontíum 90 í úrkomusýnishornum,
sem safnað hafði verið fyrir Eðlisfræðistofnun Háskóla Islands á tímabilinu 1. apríl 1958
til 1. apríl 1959.
Mælingar á |3-geislandi efnum héldu áfram með sama hætti og áður.
Söfnun úrkomusýnishorna til rannsókna á nokkrum öðrum efnum í úrkomunni var
einnig haldið áfram, en niðurstöður mælinganna hafa aðeins borizt fyrir fyrri helm-
ing ársins.
Ýmislegt.
Nýtt húsnœöi. I lok aprílmánaðar fékk áhaldadeild nýtt húsnæði fyrir smíðavinnu-
stofu í viðbyggingu við vélahús Vélskólans í Reykjavík. Batnaði aðstaða deildarinnar
mjög við það. 1 sama húsi er ætlaður staður fyrir meginhluta bóka- og skjalasafns Veð-
urstofunnar, og þar er einnig ráðgert að koma upp rannsóknarstofu til prófunar veður-
athugunaráhalda. Húsnæði þetta varð ekki fullgert á árinu, en vinna við trésmiðar og
viðgerðir hófst þar þó í maímánuði, og vinna við smíði áhalda i september.
Skýrslur um jaröskjálfta, sem mældust á mæla Veðurstofunnar á árinu, verða að þessu
sinni ekki birtar í ársyfirlitinu, þar sem deildarstjóri jarðeðlisfræðideildar hefur sökum
anna og fjarveru ekki getað fullunnið þær.
HitastuÖullinn cx, y100 C°, fyrir Mýrar í Álftaveri:
Jan. Febr. Marz April Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des.
00 15 25 20 -05 -15 -10 05 30 20 10 00
Raforkumálaskrifstofan hefur heimilað Veðurstofunni að birta niðurstöður úrkomu-
og snjómælinga vatnamælingadeildar þeirrar stofnunar, og birtast fyrstu tölurnar um
þessar mælingar á bls. 110.
Jarðeðlisfræðisamvinnan.
Um áramót 1958—1959 lauk því tímabili, sem nefnt hefur verið hið alþjóðlega jarð-
eðlisfræðiár. Hins vegar hafði þá verið ákveðið á alþjóðavettvangi að halda miklu af
því starfi, sem hófst á jarðeðlisfræðiárinu, áfram um eins árs skeið enn. Var þetta starf
nefnt jarðeðlisfræðisamvinnan (International geophysical cooperation). Veðurstofan fékk
fjárveitingu til þess að leysa þetta starf af hendi að því leyti, sem óskað var eftir.
1 ársbyrjun var felld niður skýrslugerð um veðurathuganir við yfirborð jarðar á stöðv-
unum: Galtarvita, Raufarhöfn, Hólum i Hornafirði og Keflavikurflugvelli, en annars var
starfi þvi, sem skýrt er frá í ársyfirlitum 1957 og 1958 haldið áfram, að öðru leyti en þvi,
að ozonmælingar féliu niður um mánaðamót október—nóvember.
TækniaðstoS.
Á þessu ári nutu bæði áhaldadeild og veðurfarsdeild tækniaðstoðar frá Sameinuðu
Þjóðunum.
Áhöld þau, sem pöntuð höfðu verið fyrir áhaldadeild árið áður, voru flest komin í lok
apríl, og var þá tekið til við að koma þeim fyrir í nýrri smiðavinnustofu áhaldadeildar.
(118)