Veðráttan - 02.12.1987, Qupperneq 33
1987
VEÐRÁTTAN
Ársyfirlit
Eftirlitsferðir
Eftirtaldar stöðvar voru heimsóttar á árinu: Akranes, Akureyri, Andakílsárvirkjun,
Austurey, Bergstaðir, Bjóla, Egilsstaðir, Eyvindará, Fagurhólsmýri, Flatey, Flateyri, For-
sæti, Grindavík, Grundartangi, Gufuskálar, Flamraendar, Hella, Hjarðarnes, Hólmar,
Hraun, Hvanneyri, Hveravellir, Hæll, írafoss, ísafjörður, Jaðar, Kambanes, Keflavíkur-
flugvöllur, Kirkjubæjarklaustur, Kollaleira, Korpúlfsstaðir, Lækjarbakki, Neskaupstaður,
Reykir, Reykjavík, Rjúpnahæð, Sámsstaðir, Seyðisfjörður, Stórhöfði, Straumsvík, Stykk-
ishólmur, Þórustaðir.
Ýmsar athuganir
Athuganir á skipum: Veðurskeyti voru send frá eftirtöldum skipum: Akranesi, Akurnes-
ingi, Álafossi, Arnarfelli, Árna Friðrikssyni, Bjarna Sæmundssyni, Dettifossi, Dísarfelli,
Dröfn, Eldvík, Engey, Esju, Eyrarfossi, Fjallfossi, Goðafossi, Goðanum, Grundarfossi,
Harðbaki, Hauki, Helgafelli, Helíoz, Hofsjökli, Hvalvík, ísafold, ísbergi, ísnesi, Jóni
Finnssyni, Júlíusi Havsteen, Jökulfelli, Kaldbaki, Keflavík, Lagarfossi, Laxfossi, Ljósa-
fossi, Mánafossi, Mími, Óðni, Reykjafossi, Sögu II, Saltnesi, Selfossi, Selnesi, Sigurði, Sig-
urði Pálmasyni, Skaftafelli, Skeiðsfossi, Skógafossi, Skírni, Sléttbaki, Snorra Sturlusyni,
Svani, Tý, Urriðafossi, Val, Viðey, Víði, Ægi og Öskju.
Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjöldi at-
hugana og athuganir á vindi voru 728.
Jarðskjálftamœlar voru á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Síðumúla, Botni í Reykjafjarð-
arhreppi, Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Grímsey, Akureyri, Leirhöfn, Eyvindará, Miðfelli
í Nesjahreppi, Kvískerjum, Kirkjubæjarklaustri og Saurbæ í Holtum.
Þenslumœlar voru á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Stórólfshvoli, Hellu, Saurbæ í
Holtum, Búrfellsvirkjun, Gljúfurleit við Þjórsá, Jaðri í Hrunamannahreppi og í Skálholti.
Mælar þessir eru steyptir niður í djúpar borholur og eru tengdir við skrifara á yfirborðinu.
Tilgangurinn með þeim er að meta hægfara breytingar á spennuástandi jarðskorpunnar á
þessu svæði. í sömu borholum eru hitamælar með mælinákvæmni 1/1000 C°. Sendibúnaður
er á þenslumælastöðvunum og endurvarpsstöð í Bláfjöllum, til að koma mælingum til
Reykjavíkur.
Útvarp veðurfregna
Útvarpstímar veðurfregna voru í árslok sem hér greinir: Kl. 0100, 0430 (á þessum tíma
var einnig útvarpað um loftskeytastöðina í Reykjavík á 1650 kílóriðum), 0645 (nema á
sunnudögum), 0815, 1010, 1245, 1615, 1845 og 2215.
Kl. 0100, 0645, 1010 og 1845 var bæði útvarpað veðurlýsingu frá einstökum veðurstöðv-
um (kl. 0645 aðeins innlendar stöðvar), almennu yfirliti og veðurspá fyrir landið, miðin og
djúpin. Á öðrum tímum var útvarpað almennu yfirliti og veðurspá. Ýmsar útvarpsstöðvar
fengu oft á dag stutt yfirlit um veðurhorfur.
Veðurhorfum á öðrum og þriðja degi var útvarpað í lok veðurfregnatíma kl. 1245, 1615
og 1845.
Frá strandarstöðvum Póst- og símamálastofnunarinnar var útvarpað almennu yfirliti,
stormaðvörunum og spám fyrir þau spásvæði, sem næst eru hverri stöð, sem hér segir: Að
næturlagi var útvarpað frá Isafirði, Neskaupstað og Vestmannaeyjum kl. 0133 og 0503, en
frá Siglufirði og Hornafirði þrem mínútum síðar, í báðum tilvikum. Að degi til var útvarpað
frá Neskaupstað kl. 1045 og 2245, og hverju sinni þrem mínútum síðar frá Siglufirði og
Hornafirði. Útvarpað var á aðalvinnutíðnum stöðvanna, að undangengnu tilkynningakalli
á 2182 kílóriðum.
(129)