Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 02.12.1987, Side 34

Veðráttan - 02.12.1987, Side 34
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1987 Veðurspá fyrir miðin var lesin á ensku kl. 0533, 1133, 1733 og 2333 á tíðni 1876 kílórið- um, að undangenginni tilkynningu á 2182 kílóriðum. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir miðin útvarpað á íslensku og ensku í loft- skeytalykli kl. 0530, 1130, 1730 og 2330. Vegna verkfalls Félags íslenskra náttúrufræðinga féll gerð veðurspáa, og þar með lestur þeirra, niður frá miðnætti aðfaranótt 31. mars til 10. apríl kl. 08. Aðvörun var þó gefin út, væri gert ráð fyrir stormi. Lestur veðurlýsinga frá einstökum veðurstöðvum og skipum á veðurfregnatímum kl. 0100, 0645, 1010 og 1845 var þó með eðlilegum hætti. Veðurfréttir birtust í sjónvarpi alla daga sem sjónvarpað var, nema verkfallsdagana 31. mars-9. apríl. Drög að spákorti fyrir ísland voru daglega gerð fyrir sjónvarpsstöðina Stöð 2, nema tímabilin 31. mars-9. apríl og 17. september-19. október. Svipuð drög voru reglu- lega gerð fyrir tvö dagblöð, DV og Morgunblaðið. Frá 15. desember var efni símsvara Veðurstofunnar (sími 91-17000) aukið. Bætt var við veðurlýsingu fyrir 3 veðurstöðvar. Auk veðurhorfa fyrir höfuðborgarsvæðið, var bætt við al- mennum horfum fyrir landið í heild, og sérstaklega fyrir Akureyri og nágrenni. Jafnframt var tekinn upp lestur á veðurhorfum fyrir annan og þriðja dag, á svipuðum tíma og þær voru lesnar í útvarpi. Útgáfustarfsemi, greinar og fyrirlestrar Veðráttan: Gefin voru út mánaðarblöð frá júlí 1986 til apríl 1987 ásamt ársyfirliti 1986. Jarðskjálftaskýrslur: Hafin var útgáfa Mánaðaryfirlita jarðskjálfta í samvinnu við Raun- vísindastofnun Háskólans. í yfirlitum þessum er getið um upphafstíma, staðsetningu og stærð skjálfta þeirra hér á landi, sem eru 2,0 stig á Richterkvarða eða stærri. Sem fyrr voru Skjálftabréf gefin út í samvinnu við Raunvísindastofnun. Preliminary Seismogram Read- ings var gefið út vikulega. Hafísskýrslur: Gefið var út ritið „Hafís við strendur íslands“ fyrir tímabilið október 1986-september 1987. Gefið var út ritið „Jarðskjálftahætta á Geithálsi og við Sog“, en það var unnið fyrir Landsvirkjun. Höfundar ritsins eru Páll Halldórsson og Ragnar Stefánsson. í „European Seismological Commission, Proceedings of the XX. General Assembly 1986 in Kiel“ birtist greinin „Seismicity and seismic risk in Iceland" eftir Pál Halldórsson. Flosi Hrafn Sigurðsson og Hreinn Hjartarson tóku saman skýrsluna „Reception of SOBA Buoy Reports in Reykjavík and timeliness of input on GTS“. Sömu menn gerðu skýrsluna „Satellite and HF Reception of ODAS-452 Reports during Autumn 1987“. Páll Bergþórsson birti eftirfarandi greinar: „Veðurfar á íslandi“ í ritinu íslensk þjóð- menning I; „The effect of climatic variations on agriculture in Iceland" í sérprenti íslenskra greina úr væntanlegu riti, sem bera mun titilinn „The impact of climatic variations on agric- ulture"; „Hitasummur og gróðurfar“ í Frey 83. árg. og „Spár um árshita" í Ægi 80. árg. Páll þýddi og staðfærði bókina „Veðrið“ eftir John Pohlman. A ráðstefnunni Vatnið og landið, sem haldin var 22.-23. október í tilefni af sjötugsafmæli Sigurjóns Rists fluttu eftirtaldir veðurfræðingar erindi: Adda Bára Sigfúsdóttir „Níu úrkomumælar við Hvalvatn". Flosi Hrafn Sigurðsson „Vandamál við úrkomumælingar á íslandi“. Markús Á. Einarsson „Úrkoma suðvestanlands". Páll Bergþórsson „Spár um rennsli og orkuvinnslu". Trausti Jónsson „Úrkomumælingar og veðurfarsbreytingar" og „Úrkoma og veðurlagsflokkun". Trausti Jónsson flutti fræðsluerindið „Stórviðri og sjávarflóð á Suður- og Vesturlandi“ á námsstefnu Almannavarna fyrir almannavarnanefndir. Einnig flutti hann erindið „Veður og umferð" á námsskeiði Vegagerðarinnar um vetrarviðhald vega í Reykjanesumdæmi. Hreinn Hjartarson flutti erindið „Mengun handan um höf“ á umhverfismálaráðstefnu í Reykjavík 11. október. (130)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.