Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1988, Síða 35

Veðráttan - 02.12.1988, Síða 35
1988 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Alþjóðasamstarf Fundir: Hlynur Sigtryggsson sótti fund norrænna veðurstofustjóra, fund EUMETSAT og hátíðar- samkomu í tilefni 150 ára afmælis finnsku veðurstofunnar, en þessar samkomur fóru fram hvor af annarri í Helsingfors dagana 23.-25.3. Hlynur sótti einnig fund veðurstofustjóra í V. Evrópu í Briissel Ó.-9.4., fræðslufund í Ottawa 25.-27.6. um rannsóknir á veðurfari við norðanvert Atlantshaf, og fundi samstarfs- nefnda á vegum alþjóðasamtaka um veðurbaujur og skeytasendingar frá þeim í New Orleans 18.-21.10. og árlegan stjórnamefndarfund veðurrannsóknarstöðvar Vestur-Evrópu í Reading 23.-24.11. Flosi Hrafn Sigurðsson sótti fund COST-43 í Madrid 28.-29.6., fund varðandi hagkvæmni veðurathug- unaraðferða á Norður-Atlantshafi (OWSE-NA), fund stjórnarnefndar NAOS í Genf 22.-26.8. og að síðustu lokafundi COST-43 og fyrsta fund samtaka European Group on Ocean Stations EGOS, sem taka við stjórnun baujumála af COST-43. Þessir síðastnefndu fundir voru haldnir í Brussel 29.11.-1.12. Markús Á. Einarsson sótti fund í því tækniráði Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem fjallar um veðurathuganir og fjarskipti þeirra vegna, haldinn í Genf 25.1.-5.2. Magnús Már Magnússon sótti ráðstefnu alþjóðajöklarannsóknarfélagsins í Noregi 4.-9.9. og kynnti sér síðan vamarmannvirki á snjóflóðasvæðum dagana 10.-13.9. Páll Halldórsson sótti fund norrænna jarðskjálftafræðinga í Osló 4.-6.10. og hélt þar erindi um aðferðir útreikninga á jarðskjálftahættu á fslandi. Ragnar Stefánsson sat fund norrænna jarðskjálftafræðinga 12.-14.1., fund í framkvæmdanefnd jarð- skjálftastöðva á Suðurlandsundirlendi (SIL) og fundi með fulltrúum norrænu ráðherranefndarinnar 15.-17.1. Allir fundirnir voru í Kaupmannahöfn, þá sótti hann annan fund famkvæmdarnefndar SIL í Khöfn 10.-13.7. Hann sat ennfremur fund norrænna jarðskjálftafræðingaí Osló4.-6.10. ogfund stjórnar- nefnda SIL 6.-7.10. Steinunn Jakobsdóttir sótti einnig fundina í Oslo 4.-7.10. Bæði hún og Ragnar fluttu erindi á SIL fundinum. Dr. Þór Jakobsson tók þátt í ráðstefnu í Leningrad 10.-18.12. um norðurheimskautssvæðið og sam- ræmingu rannsókna aðliggjandi þjóða á því. Hann flutti þar erindi. Þórir Sigurðsson kynnti sér notkun gervitungla fyrir veðurreiknaðar spár í Reading 5.-9.9. og sat þar fund í tækninefnd Evrópumiðstöðvarinnar fyrir meðaldrægar veðurspár 14.-16.9. Einnig sat hann fund um veðurspálíkön (HIRLAM) í Khöfn 12.-13.9. Samvinna um veðurdufl: Fram var haldið þátttöku í samstarfi Evrópuríkja um notkun veðurdufla til veður- og haffræðilegra athugana á N-Atlantshafi. Tólf rekdufl til veðurathugana voru sjósett frá íslensk- um skipum á árinu á leið þeirra frá íslandi til Norður-Ameríku. Fram var og haldið samstarfi bresku og íslensku veðurstofanna um rekstur sjálfvirks veðurdufls, sem liggur við stjóra um 200 sjómílur SSA af Homafirði. Leiðréttingar Aprílbls. 28. Hólar í Dýrafirði, lágmark— lægst— 13.8. þ. 12. (-50.8 þ. 16. var áður prentað). f töflunni „bjart sólskin“ á Höskuldarnes að verða Sigurðarstaðir mánuðina október, nóvember og desember. Sólskinsmælingar á Akureyri voru óreglulegar mánuðina september — desember. (131)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.