Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Tíðarfarsyfirlit Að undanskildu haustinu var tíðarfar lengst af fremur óhagstætt. Fyrstu mánuði ársins var mjög umhleypinga- og úrkomusamt. Víða var metúrkoma og óvenju mikiil snjór hélst langt fram eftir vori. Júlí var fádæma sólarlítill suðvestanlands. Loftvægi var 5,lmb undir meðallagi, frá 4,4mb í Vm að 5,6mb á Dt. Meðalloft- vægi hefur aldrei orðið jafn lágt í Stykkishólmi frá því að mælingar á loftþrýstingi hófust þar 1845. Hæst stóð loftvog á Hbv þ. 21. apríl kl. 18-24,1044,9mb, en lægst í Vm þ. 24. desember kl. 22, 927,5mb og er það lægsta loftvægi sem mælst hefur á landinu frá 1933, en þá mældust 923,9mb í Vm. Hiti var 0,7° undir meðallagi. Kaldast að tiltölu var á Hbv, en þar var hiti 1,3° undir meðallagi, en hlýjast að tiltölu á nokkrum stöðvum austanlands, 0,2° undir meðallagi. Árssveifla hitans, þ.e. munurinn á kaldasta og hlýjasta mánuði, var minnst í Vm, 9,9°, en mest í Rkhl, 18,0°. Hámarkshiti ársins mældist á Vpn 23. júlí, 24,6°, en mest frost mældist á Grímsstöðum þ. 20. desember, -25,8°. Úrkoma var yfir meðallagi um meginhluta landsins. Á Vestfjörðum og sums stað- ar vestan- og norðvestanlands náði hún þó ekki meðallagi. Óvenju úrkomusamt var víða norðaustanlands og sums staðar á Héraði. Mest ársúrkoma mældist á Kvsk, 3930mm, næstmest í Snb, 2842mm og 2840mm mældust á Nsjv. Á 4 stöðvum öðrum mældist úrkoma yfir 2000mm og á 13 stöðvum 1600-2000mm. Minnst mældist ársúrkoma á Grst, 398mm. Á 16 stöðvum mældist úrkoman 400-600mm. Mest sólarhringsúrkoma mældist á Kvsk þ. 2. desember, 173,3mm. Sólarhringsúr- koma mældist 4 sinnum yfir lOOmm, en 94 sinnum yfir 50mm. Sólskinsstundir voru 5% færri en í meðalári í Rvk, en 6% yfir því í Hól. Sólskin var 29% þess tíma sem sól var á lofti í Rvk, 35% á Hlst, 32% í Hól, 29% á Hvrv og28% á Smst. Veturinn (desember 1988 - mars 1989) var óhagstæður. Umhleypingar voru lengst af og snjóþyngsli mikil, einkum er á leið. Hiti var 1,1° undir meðallagi. Hlýjast var í Vík, 1,2° að meðaltali, en -6,7° á Hvrv. Meðalhiti var ofan við frostmark á 8 stöðvum, en meir en 2° frost var á 42 stöðvum. Úrkoma var mikil víðast hvar, jafnvel meir en þreföld meðalúrkoma (á Rfh,Hvk og Mýri). Á Gltv mældust 2/3 hlutar meðalúrkomu, en 3/4 hlutar í Æðey. Mest úr- koma mældist á Kvsk, 1479mm, en minnst í Mðrd, 107mm. Vorið (apríl og maí) var mjög úrkomusamt og snjóa leysti óvenju seint. Hiti var 1,2° undir meðallagi. Hlýjast var í Vík, 4,6°, en kaldast -2,7° á Hvrv. Meðalhiti var undir frostmarki á 3 stöðvum, en á 41 stöð var hann yfir 2°. Úrkoma var undir meðallagi á Gltv, Hbv og Sg, en meir en þreföld meðalúrkoma mældist á Lrb og Frst. Vorúrkoman mældist mest á Kvsk, 870mm, en minnst á Mýri, 44mm. Sólskinsstundir mældust flestar í Rvk, 381, en 235 á Sgst. Að tiltölu mældust sól- skinsstundir flestar á Hvrv, 12% umfram meðallag, en fæstar á Hlst, 97% af meðai- lagi. Sólskin mældist 36-41% af þeim tíma sem sól var á lofti. Sumarið (júní-september) var víðast óhagstætt, góðir kaflar komu helst austan- lands í júní, júlí og september, suðvestanlands í ágúst og norðvestanlands í júní. Júlí var fádæma drungalegur suðvestanlands. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.