Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1989, Blaðsíða 37

Veðráttan - 02.12.1989, Blaðsíða 37
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1989 Alþjóðasamstarf Hlynur Sigtryggsson sótti nítjánda fund veðurstofustjóra í Vestur - Evrópu, Dublin 25. - 27. apríl, og stjórnafund Evrópumiðstöðvar fyrir meðaldrægar spár, Reading 3. - 4. maí. Ennfremur sat hann fund veðurstofustjóra á Norðurlöndunum, Visby á Gotlandi dagana 30. ágúst - 1. sept. Páll Bergþórsson sótti stjórnarfund Evrópumiðstöðvar fyrir meðaldrægar spár, Reading 28. - 30. nóv. Borgþór H. Jónsson sat ráðstefnu un nýjungar á sviði veðurfræði, Reading Englandi 31. júlí - 12. ágúst. Flosi Hrafn Sigurðsson tók þátt í samstarfsfundi V-Evrópuþjóða um veðurdufl á Atlands- hafi 20. og 21. júní, en ræddi einnig við G. Clift ráðgjafa Veðurstofunnar um veðursjá á Miðnesheiði, og skoðaði með honum veðursjá í Chenies við London og móttökutæki í Be- aufort Park. Dagana 28. - 30. ágúst sat Flosi 14. fund stjórnarnefndar NAOS í Genf. Dag- ana 31. ágúst - 2. sept. tók hann þátt í fundi CONA-V í Genf, og 6. og 7. des. sat hann fundi stjórnar- og tækninefndar EGOS í París. Gunnlaugur Kristjánsson sat málþing í Boston um rekstur tölvuneta 14. -17. maí og sótti ráðstefnu og aðalfund samtaka notenda tölvubúnaðar frá DEC f Evrópu 17. - 24. sept. Magnús Már Magnússon var við nám í skóla bresku veðurstofunnar frá miðjum septemb- er og út árið. Páll Halldórsson sótti ráðstefnu TECIMO í Brussel 4. - 8. sept. og sat fund CIMO í Brus- sel 11. - 22. sept. Einnig fór hann á ráðstefnu um jarðskjálfta og mat á jarðskjálftahættu í Bechyne í Tékkóslóvakíu 4. - 9. sept. og til San Francisco dagana 23. - 31. okt. fó hann til að kanna áhrif jarðskjálfta, sem varð þar f nágreninu þann 17. okt. Ragnar Stefánsson sótti ráðstefnu Alþjóðasambands jarðskjálftafræðinga IASPEI í Is- tanbul dagana 21. - 29. ágúst. Hann sótti einnig ráðstefnu norrænna jarðskjálftafræðinga í Sunne í Svíþjóð 26. - 28. sept. og fundi í framkvæmdanefnd og stjórnarnefnd SIL-verkefni- sins þann 25. - 28. sept. Þá fór hann á ráðstefnu AGU í San Francisco 4. - 8.des., þar sem komu m. a. fram upplýsingar um reynsluna af jarðskjálftunum 17. okt. 1989. Þá var farin 3ja daga ferð á sjálft jarðskjálftasvæðið og heimsóttar stofnanir sem fást við að mæla jarð- skjálftaforboða. Steinunn S. Jakobsdóttir sótti ráðstefnu norrænna jarðskjálftafræðinga í Sunne í Svíþjóð 26. - 28. sept og fundi í framkvæmdanefnd og stjórnarnefnd SIL-verkefnisins þann 25. - 28. sept. Trausti Jónsson sat ráðstefnu WMO um loftslag og vatn 11. - 15. sept. og fundi í sam- starfsnefnd um vatnafræði á Norðurlöndum. Báðir fundirnir voru haldnir í Helsinki. Hann sat einnig fundi í norrænni vinnunefnd um norræna vatnafræðiáætlun 1989-1990, dagana 30. okt. - 1. nóv. í Ósló. Unnur Ólafsdóttir sótti fund hjá Evrópumiðstöðinni um meðaldrægar veðurspár í Read- ing 4. - 8. sept. Dr. Þór Jakopsson sótti ráðstefnu um nýjungar á sviði veðurfræði í Reading dagana 6. - 13. ágúst. Þórir Sigurðsson sat fundi forstöðumanna tölvudeilda norrænu veðurstofanna í Kaup- mannahöfn 23. janúar og einnig 28. ágúst í Ósló. Þá sat hann einnig ráðstefnu um tölvuspár 28. - 31. ágúst í Osló. Viðaukar Ársyfirlit 1988: Útgáfustarfsemi o.fl. bls. 128: Grein birtist í Tectonophysics eftir Ragnui Stefánsson og Pál Halldórssn. Heiti hennar er „Strain release and strain build-up in the south Iceland seismic zone.“ (133)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.