Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1989, Blaðsíða 36

Veðráttan - 02.12.1989, Blaðsíða 36
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1989 Frá strandarstöðvum Póst- og símamálastofnunar var útvarpað almennu yfirliti, stormað- vörunum og spám fyrir þau spásvæði sem næst eru hverri stöð, sem hér segir: Að næturlagi var útvarpað frá Isafirði, Neskaupstað og Vestmannaeyjum kl.0133 og 0503, en frá Siglufirði og Hornafirði þrem mínútum síðar í báðum tilvikum. Áð degi til var útvarpað frá Neskaupstað kl. 1045 og 2245 og hverju sinni þrem mínútum síðar frá Siglufirði og Hornafirði. Útvarpað var á aðalvinnutíðnum stöðvanna að undangengnu tilkynningakalli á 2182 kílóriðum. Veðurspáfyrir miðin var lesin á ensku kl. 0533,1133,1733 og 2333 átíðni 1876 kílóriðum að undangenginni tilkynningu á 2182 kílóriðum. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir miðin útvarpað á íslensku og ensku í loft- skeytalykli kl.0530, 1130, 1730 og 2330. Vegna verkfalls Félags íslenskra náttúrufræðinga 6. apríl-18. maí féllu allar almennar veðurspár niður. Viðvörun var þó gefin væri gert ráð fyrir stormi. Lestur veðurlýsinga frá einstökum veðurstöðvum og skipum var þó með reglulegum hætti. Veðurfréttir birtust í sjónvarpi alla daga, nema verkfallsdagana 6. apríl-18. maí. Drög að spákorti fyrir ísland voru daglega gerð fyrir sjónvarpsstöðina Stöð 2. Svipuð drög voru reglulega gerð fyrir tvö dagblöð, DV og Morgunblaðið, og frá miðju ári einnig fyrir Þjóðvilj- ann hvað varðar veðurhorfur um helgar. Útgáfustarfsemi, greinar og fyrirlestrar Veðráttan: Gefin voru út mánaðarblöð frá júlí 1988 til ágúst 1989 ásamt ársyfirliti 1988. Jarðskjálftaskýrslur: Haldið var áfram útgáfu mánaðaryfirlita jarðskjálfta í samvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. í yfirlitum þessum er getið um upphafstíma, staðsetningu og stærð þeirra skjálfta hér á landi, sem eru 2.0 stig á Richterkvarða eða stærri. Sem fyrr voru Skjálftabréf gefin út í samvinnu við Raunvísindastofnun. Preliminary Seismogram Readings var gefið út vikulega. Gefið var út ritið „Hitafar á íslandi á þessari öld“ eftir Markús Á. Einarsson. Gefið var út ritið „The SIL-project — the second general report". Ragnar Stefánsson er einn þriggja höfunda ritsins. Á ráðstefnu Jarðfræðafélags íslands 4. apríl flutti Ragnar Stefánsson erindið „Suðurlands- skjálftabeltið og jarðskorpa Islands.“ Á sömu ráðstefnu flutti Steinunn Jakobsdóttir erindið „í slands-Grænlandshryggurinn. “ Á ráðstefnu norrænna jarðskjálftafræðinga í Svíþjóð 26.-28. september flutti Ragnar Stef- ánsson erindið „SIL - research plan“. í>á flutti Steinunn Jakobsdóttir erindið „Results of noise- and earthquake measurements obtained in the SIL-area.“ (132)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.