Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1989, Page 35

Veðráttan - 02.12.1989, Page 35
1989 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Eftirlitsferðir Eftirtaldar veðurstöðvar voru heimsóttar af starfsmönnum Tækni- og veðurathugunar- deildar árið 1989: Akureyri, Austurey, Barkarstaðir, Bergstaðir, Bergþórshvoll, Bjóla, Breiðavík, Brekka, Brjánslækur, Búðardalur, Eyrarbakki, Fagurhólsmýri, Flateyri, Forsæti, Galtarviti, Garðar, Grímsstaðir, Gufuskálar, Hamraendar, Heiðarbær, Hlaðhamar, Horn- bjargsviti, Hólar í Dýrafirði, Hólmar, Hraun á Skaga, Hvanneyri, Hveravellir, írafoss, ísa- fjörður, Jaðar, Keflavíkurflugvöllur, Kirkjubæjarklaustur, Kvígindisdalur, Lambavatn, Lækjarímkki, Miðfell, Mjólkárvirkjun, Norðurhjáleiga, Patreksfjörður, Rauðamýri, Reyð- arfjörður, Reykhólar, Sámsstaðir, Skógar, Skrauthólar, Snæbýli, Stafafell, Straumsvík, Stykkishólmur, Suðureyri, Súðavík, Tannstaðabakki, Teigarhorn, Vík í Mýrdal, Þórustaðir og Æðey. Ýmsar athuganir Athuganir á skipum: Veðurskeyti voru send frá eftirtöldum skipum: Akranesi, Árfelli, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Bjarna Sæmundssyni, Brúarfossi, Dettifossi, Dísarfelli, Dorado, Dröfn, Fjallfossi, Grundarfossi, Hafþóri, Hauki, Helgafelli, Heru Borg, Hofsjökli, Hvítanesi, Hvassafelli, írafossi, ísbergi, ísnesi, Jökulfelli, Keflavík, Lagarfossi, Laxfossi, Ljósafossi, Mánafossi, Óðni, Reykjafossi, Saltnesi, Selfossi, Skógafossi, Svani, Tý, Urriða- fossi, Val, Ægi og Öskju. Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjöldi at- hugana var 727. Jarðskjálftamælar voru á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Síðumúla, Botni í Reykjafjarð- arhreppi, Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Grímsey, Akureyri, Húsavík, Grímsstöðum á Fjöll- um, Skinnastað, Leirhöfn, Eyvindará, Miðfelli í Nesjahreppi, Kvískerjum, Kirkjubæjar- klaustri, Vík í Mýrdal (Skammadalshóli til októberloka) og Laugarvatni. Hafin var uppsetning nýrra jarðskjálftamæla á eftirtöldum stöðum: Bjarnastöðum í Ölfusi, Sölvholti í Flóa, Heiðarbæ í Þingvallasveit, Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, Ásmúla í Ása- hreppi, Saurbæ í Holtum, Haukadal í Rangárvallahreppi og Mið-Mörk í V-Eyjafjallahreppi. Byrjað var að reka sumar stöðvarnar í tilraunaskyni. Mælar þessir eru á vegum SIL, þ.e. norræns samstarfsverkefnis um jarðskjálftarannsóknir. Þenslumœlar voru á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Stórólfshvoli, Hellu, Saurbæ í Holt- um, Búrfellsvirkjun, Gljúfurleit við Þjórsá, Jaðri í Hrunamannahreppi og í Skálholti. Mælar þessir eru steyptir niður í djúpar borholur og eru tengdir við skrifara á yfirborðinu. Tilgangur- inn með þeim er að meta hægfara breytingar á spennuástandi jarðskorpunnar á þessu svæði. í sömu borholum eru hitamælar með mælinákvæmni 1/1000 C°. Sendibúnaður er á þenslu- mælastöðvunum og endurvarpsstöð í Bláfjöllum, til að koma mælingum til Reykjavíkur. Útvarp veðurfregna Útvarpstímar veðurfregna voru í árslok sem hér greinir: Kl.0100, 0430 (á þessum tíma var einnig útvarpað um loftskeytastöðina í Reykjavík á 1650 kflóriðum), 0645,0815,1010,1245, 1615, 1845 og 2215. Kl. 0100, 0645, 1010 og 1845 var útvarpað veðurlýsingu frá einstökum veðurstöðvum og skipum (kl.0645 aðeins innlendar stöðvar), almennu yfirliti og veðurspá fyrir landið, miðin og djúpin. Á öðrum tímum var útvarpað almennu yfirliti og veðurspá. Ýmsar útvarpsstöðvar fengu oft á dag stutt yfirlit um veðurhorfur. Veðurhorfum á öðrum og þriðja degi var útvarpað í lok veðurfegnatíma kl.1245, 1615 og 1845. (131)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.