Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Page 84

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Page 84
84 ÞJÓÐARBÓK H LAÐA Sérfræðingarnir sömdu skýrslu um athuganir sínar og lögðu fyrir þá deild Unesco í París, er Qallar um mál sem þetta. Skýrslan barst hingað í desember og var þá lögð fyrir ríkisstjórnina ásamt öðrum gögnum. Ríkisstjórn Islands flutti vorið 1970 svofellda tillögu til þingsálykt- unar, og mælti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fyrir henni: „Alþingi ályktar, að í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli Islands- byggðar 1974 skuli reist Þjóðarbókhlaða, er rúmi Landsbókasafn Is- lands og Háskólabókasafn.“ Tillagan var samþykkt 30. apríl 1970 með 51 atkvæði gegn 1 og afgreidd sem ályktun alþingis. Hinn 15. júlí 1970 skipaði menntamálaráðherra byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu, og áttu sæti í henni Magnús Már Lárusson háskóla- rektor, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins og Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður, en hann var formaður nefndarinnar. Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor tók 1974 sæti Magnúsar Más Lárussonar í nefndinni. Hinn 1. september 1970 var Oli Jóhann Asmundsson arkitekt ráðinn til sérfræðilegrar þjónustu í þágu nefndarinnar og honum fengin vinnuaðstaða innan vébanda embættis húsameistara ríkisins. Þeir Harald L. Tveterás og Edward J. Carter komu öðru sinni í nóvember 1970 og með þeim jafnframt H. Faulkner-Brown arkitekt frá Newcastle. Kom hann á vegum byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu og að tilvísun Unesco-sérfræðinganna. Þeir sömdu sérstaka álitsgerð um Birkimelslóðina, töldu hana hið bezta til fallna, hún lægi „vel við Háskólanum og borginni, og lega hennar norðan háskólasvæðisins og steinsnar frá miðbænum er sem tákn um það þjónustuhlutverk, sem safninu er ætlað að gegna í þágu þjóðar og háskóla11. Að loknum margvíslegum undirbúningi lagði byggingarnefnd 2. október 1971 áætlun fyrir Magnús Torfa Olafsson menntamála- ráðherra, þar sem gert var ráð fyrir því, að íslenzkir arkitektar teiknuðu bókhlöðuna, en brezkur arkitekt, sérfróður um þá húsgerð, er hér um ræddi, yrði hins vegar ráðunautur. Ráðherra svaraði byggingarnefnd bréílega 7. október 1971 og segir þar, að menntamálaráðuneytið samþykki fyrir sitt leyti, að bygging- arnefnd viðhafi þau vinnubrögð við undirbúning bygging- arframkvæmda, sem greindi í bréfi hennar lil ráðuneytisins 2. október 1971.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.