Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Side 95

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Side 95
Landsbókasafnið 1981 BÓKAKOSTUR OG Bókakostur Landsbókasafns var í árslok BÓKAGJAFIR samkvæmt aðfangaskrá 360.676 bindi og hafði vaxið á árinu um 4506 bindi, sem er i allra minnsta lagi miðað við það, sem verið hefur um langt árabil. Mikill fjöldi binda var sem fyrr gefinn safninu eða fenginn í skiptum. Eins og menn sjá, er í Arbókinni að þessu sinni birt allsherjarskrá um doktorsritgerðir Islendinga prentaðar og óprentaðar, 1666-1980. Er hún svo sem fram kemur í formála fyrir henni að stofni til skrá þeirra Ólafs F. Hjartar og Benedikts S. Benedikz, er birt var í Árbók Lands- bókasafns 1962-63 um tímabilið 1660-1963, en viðbótin er öll verk Ólafs. í aðdráttum vegna hennar hefur Landsbókasafni áskotnazt mikill fjöldi ritgerða, margar þeirra að gjöf frá höfundum, og skulu þeim hér færðar sérstakar þakkir. Samvinna Landsbókasafns við ís- lenzka fræðimenn og erlenda, er við íslenzk viðfangsefni fást, er afar mikilsverð. Þeir birta ritgerðir víða um lönd ogoft í tímaritum, t. a. m., er safnið á ekki. Getur safninu veitzt mjög erfitt að leita uppi slíkar ritgerðir og afla þeirra, og er hér heitið á alla, sem þetta varðar, að hugsa til Landsbókasafns í þessu efni, veita því upplýsingar og láta í té ljósrit eða sérprent, ef um þau er að ræða. Nú verða taldir gefendur bóka, einstaklingar og stofnanir, og fara fyrst nöfn íslenzkra gefenda: Anna Sigrún Julnes, Aukra, Noregi. - Dr. Árni Kristinsson, Reykjavík. - Dr. Áskell Löve, San José, California. - Dr. Axel Björnsson, Reykjavík. - Baldur Jónsson dósent, Reykjavík. - Dr. Benedikt S. Benedikz, Birmingham. - Bergsteinn Jónsson dósent, Reykjavík. - Dr. Bjarni Einarsson, Reykjavík. - Dr. Bjarni Reynarsson, Reykjavík. - Bjarni Th. Rögnvaldsson, Reykja- vík. - Bókaútgáfan Björk, Akranesi. - Borgarbókasafn Reykjavíkur. - Einar Pálsson rithöfundur, Reykjavík. - Einar G. Pétursson cand. mag., Reykjavík. - Dr. Eiríkur örn Arnarson, Reykjavík. - Elsa E. Guðjónsson safnvörður, Reykjavík. - Dr. Erlendur Haraldsson, Reykjavík. - Dr. Eyjólfur Busk, Þýzkalandi. -Friðrik Þórðarson cand. philol., Ósló. - Gísli H. Guðjónsson M. S., London. - Dr. Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðingur, Reykjavík. - Dr. Guðjón Magnússon, Hafnar- firði. - Dr. Guðlaugur Þorbergsson, Þýzkalandi. - Dr. Guðmundur Ólafs Guðmundsson, Akra- nesi. - Dr. Guðmundur E. Sigvaldason, Reykjavík. - Dr. Guðni Georg Sigurðsson, Reykjavík. -
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.