Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 54

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 54
54 GUNNAR SVEINSSON aldri. Síðan var hann djákn á Kirkjubæjarklaustri næsta árið. Hann innritaðist í Hafnarháskóla 1750, tók próf í heimspeki 1752 og embættispróf í guðfræði 1755. Sama haust varð hann skóla- meistari á Hólum og hélt því starfi til æviloka, þó að skóli væri ekki haldinn síðasta ár hans þar, 1784—1785, vegna harðinda. Hálfdan varð magister að nafnbót 1765. Hann gegndi tvívegis biskupsemb- ætti um sinn á Hólum við fráfall biskupa þar. Hálfdan var tvímælalaust mesti lærdómsmaður nyrðra á sinni tíð og sá um prentun ílestra rita, sem út komu á Hólum, meðan hann starfaði þar. Af frumsömdum verkum hans er merkast ágrip af íslenzkri bókmenntasögu. Þess verður getið nánar hér aftar. Einnig samdi hann prestasögur í Hólabiskupsdæmi, og eru þær til í handriti, Presbyterologia.3 Það verður að teljast nærfellt óhugsandi, að þeir Gunnar og Hálfdan hafi kynnzt, áður en hinn síðarnefndi sigldi til Hafnar árið 1750. Hins vegar þekktust þeir Gunnar og sr. Einar Hálfdan- arson, faðir Hálfdanar. Að sögn Jóns Steingrímssonar, prófasts á Prestsbakka á Síðu, gat sr. Einar eitt sinn Gunnars sem „eins míns bezta vinar“. Þar segir og, að fornfræðaskrif hafi farið milli þeirra.4 Hugsanlegt er og, að fundum þeirra Gunnars og sr. Einars hafi einhvern tíma borið saman, eins og eftirfarandi athugasemd Gunnars gæti bent til: „Og það sagði sr. Einar sál. Hálfdanarson mér [...]“5 Árið 1753 var Hálfdan Einarsson, guðfræðinemi í Kaupmanna- höfn, þegar farinn að snúa sér að íslenzkum sögufróðleik. Hann skrifaði Gunnari Pálssyni bréf þá um vorið og annað árið eftir. Gunnar gat ekki svarað fyrra bréfinu „hindrana vegna“, en skrifaði Hálfdani 20. sept. 1754 og sendi honum „Islands biskupa registur“ sr. Eyjólfs lærða Jónssonar á Völlum í Svarfaðardal og tvær skrár um skólameistara á Hólum.0 Þannig orkar það ekki tvímælis, að það var ungi stúdentinn, Hálfdan, sem átti upptökin að þeim lærdómsfullu bréfaskiptum, sem fóru þeirra á milli. Næsta bréf Gunnars til Hálfdanar er dagsett 4. jan. 1759.7 Þetta er fréttabréf með fræðilegu ívafi. Þarna getur Gunnar m.a. um kvæði eftir sjálfan sig um söng dauðra svana (með grísku heiti, Kyknonekrodía, nú glatað) og lýsir því á latínu, hvernig tempra megi hann með handastjórn. Fleiri bréf Gunnars til Hálfdanar en þau tvö, sem nú hefur verið getið, hafa ekki varðveitzt frá þessu árabili. Eftir það féllu bréfaskipti þeirra niður í rúmlega 17 ár af þeim sökum, er nú skulu greindar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.