Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 95

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 95
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 95 Ég las kvæði það, sem þú segir að „sneiði að skólagengnu mönnunum okkar hér vestan hafs“ með mestu ánægju. Ég veit af eigin reynslu, að mikill hluti þeirra er alveg eins og þú lýsir þeim og að þeir eiga það fyllilega skilið að komið sé við kaun þeirra. Ég hló dátt með sjálfum mér að samlíkingunni „svo keimlíkir hofróðu kjólum,“ o.s.frv., og þótti mér hún smellin. En hins vegar kenni ég þó í brjósti um suma þeirra, einkum þá sem eru hreint ekki afleit skinn í rauninni - kannske fyrir þá sök að margt sé líkt með skyldum. Svo læt ég þá flesta liggja milli hluta, nema Þorvald Þorvaldsson. Þó ég sé sjálfur laus á kostunum, dylst mér eigi, að það er mannsefni í honum. Um sjálfan mig get ég sagt án þess að skruma, að það litla sem ég er á ég sjálfum mér og upplagi mínu að þakka, en ekki skólunum. Ég geng á þá til þess að þurfa ekki að svelta í hel! Ég er á sama máli og þú um skólana og álít, að engin menntun eigi skilið nafnið nema sönn „sjálfsmenntun“. Illa gengur með Erímann Anderson. Seigt gengur að safna áskrifendum. Hann vill sem von er ekki láta af hendi handritið, nema hann fái einhverja þóknun fyrirfram sem tryggingu fyrir því að bókin verði prentuð. „Eg Ias kvæði það, sem þú segir að sneiði aö skólagengnu mönnunum okkar hér vestan hafs.“ Att er við kvæðið Mennta-mennirnir, Andvökur, I, 33.- Eg veit því miður ekki, við livaða rit Frímanns Anclersonar [Arngrímssonar) er átt, en hann dvaldist í París um þessar mundir, sbr. ævisögu lians, Minningar frá London og París, Akureyri 1938. Tindastóll, Alta. 15. nóv. 1901. Stephan Uuttormsson, Esq. Góði vinur. Ég lét það dragast að skrifa þér, þangað til þú kæmir á skólann, og var það þó ómaklega gert og fyrirhyggjulaust, því nú er ég ekki viss um, hvort þú hefir komizt á skólann, eins og þú ætlaðir; ég sá ekki nafn þitt í blöðunum, þar sem upp voru taldir íslenzkir nemendur. En svo er það ekki að marka. Blöðin eru stundum, eins og þú veizt, eintóm hugsunarvilla í prentvillu. Ég fel „Kringlu“ miðann og veit hún skilar honum. Bréfið þitt þakka ég þér kærlega og alla velvild þína til mín, eins óverðskulduð og hún er. Ég hefi svo gaman af að vera í nokkurs konar þekkingarsambandi við menntamannsefnin okkar Islendinga hér vestra. Satt að segja hefir mér ekki fallið við þá, suma hverja; mér hefir fundizt skólaskelin á þeim svo menntunarhol; vera svipaðir því sem Páll
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.