Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Qupperneq 102

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Qupperneq 102
102 FINNBOGI GUÐMUNDSSON og skammar, ef hann gæti og þyrði. En hann er aðalmaðurinn í þessu fylki, sem menn snúa sér til í þeim efnum; hann er og aldavinur Goggins, sem æðstur er í menntamáladeild Norðvestur- héraðanna. Að vori ætla ég mér að reyna að komast að vinnu við járnbrautamælingar. - Ef ég skipti um heimili í vetur, læt ég þig vita af því með sendibréfi. Kristján Stefánsson í Winnipeg hefur enn ekkert skeyti fengið frá Guðm. Friðjónssyni. Utanáskrift til mín verður (fram í miðjan apríl-mánuð næstkomandi): - 535 Elgin Ave. Winnipeg, Man. Svo óska ég þér gleðilegs nýárs af heilum hug. Pinn einlægur Stephan Guttormsson. Þorvaldur Þorvaldsson fæddist 4. janúar 1879 og dó fyrir aldur fram snemma árs 1904, þá í framhaldsnámi við Harvardháskóla. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaldsson og Þuríður Þorbergsdóttir, er bjuggu á Rein í Skagafirði og síðar í Goðdölum, en fiuttust vestur um haf 1887 og settust að í Árnesbyggð í Nýja íslandi. Stephan Guttormsson minntist hans í Lögbergi 18. febrúar 1904 og segir þar í lokin: „Skynsemin var honum ekki einhlít. Hann átti hjarta. Það sem einkenndi Þorvald öðru fremur var sterkur vilji og þrek. Hagsýnn var hann í bezta lagi, starfsþolið frábært. Hann átti miklum vinsældum að fagna. Hann hertók hugi manna og hafði lag á að halda þeim föstum. Heföi hann því orðið fyrirmyndarleiðtogi, ef honum heföi orðið lengra lífs auðið.“ Roberts skáld: Sir Charles George Douglas Roberts (1860-1943), eitt fremsta skáld Kanadamanna. Hr. Stephan G. Stephansson, Tindastóll, Alta. Cold Springs, Man. 8. maí, 1902. Góði vinur! Kæra þökk fyrir síðasta bréfið þitt. Pað hefur dregizt fyrir mér að svara því bréfi vegna próf-anna. Nú er því oki létt af mér, svo að nú get ég notið mín betur en ella. Pegar maður er búinn að anda að sér kolaryki í sex mánuði og láta troða fróðleiksrusli í allar smugur sálarinnar, þá finnur maður fyrst, hvað loftið og útsýnið í sveitinni er lífgandi og hressandi. - Ég er hér á sömu stöðvum og í fyrra. Hér er óbrotinn bændalýður, sem enn hefur ekki fengið nasasjón af dýrðinni í bæjunum og gjörir ekki eins háar kröfur og þeir sem lengra eru komnir upp eftir menningarstiganum. Kann ég því fremur vel við mig, úr því sem ráða er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.