Vísbending


Vísbending - 10.08.1983, Side 3

Vísbending - 10.08.1983, Side 3
VÍSBENDING -----5---- fellingar, en þess á milli mismun- andi hrattgengissig, og þáýmist „stýrt" eftir meöalgengi eða dollara. Viö gjaldeyrisstýringu fyrirtækja er lögö megináhersla á að draga úr þeirri óumflýjan- legu áhættu, sem felst í erlend- um viöskiptum vegna gengis- breytinga. Þaö verður ekki sagt aö stjórnvöld á íslandi hafi auð- veldaö fyrirtækjum hér aö firra sig gengisáhættu með þeirri gengisstjórn sem fram kemur í breytingum meöalgengis eöa breytingum raungengis krón- unnar (sjá línurit yfir vísitölu raungengis krónunnar 1980 til 1983 í Vísbendingu 27. júlí s.l.). Jafnari breytingar æskilegar. Ekki verður um það deilt, aö meðan verðbólgan hér á landi er mörgum prósentutugum hærri en í viðskiptalöndunum veröur aö lækka gengi krónunnar á ári hverju nokkurn veginn sem nemurjmismuninum á|verðbólgu- hraðanum hér á landi og í við- skiptalöndunum. Miklu skiptir aö þessi lækkun sé sem jöfnust og meö sem minnstri óvissu til að auðvelda áætlanagerð í við- skiptalífinu. Vel kemur til greina að setja raunhæf markmið um gengisstjórn til þriggja eða sex mánáða, til dæmis 3-4% sig á mánuði við núverandi aðstæður, og greina síðan frá þessari stefnu í gengismálum og standa við hana. Pað verður aldrei hægt að losna við alla áhættu í erlend- um viðskiptum, en eitt af því erfiðasta sem íslensk fyrirtæki þurfa að glíma við er hinn skrikkj- ótti ferill íslensku krónunnar miðað við aðrar myntir. Medalgengi, raungengi, verð á erlendum gjaldeyri. I skrifum um gengismál koma fyrir ýmis hugtök, sem ekki er úr vegi að skýra. Ensku heitin eru látin fljóta með þeim íslensku til sam- anburðar. Nafngengi eða skráð gengi (nomi- nal rate) er skráð gengi milli tveggja gjaldmiðla á ákveðnum tíma, t.d. jafngilda kr. 27,95 einum US dollara 2. ágúst 1983. Á ís- lensku er síðan talað um meðal- gengi í amk. tvennum skilningi. Meðalgengi dollara í apríl var t.d. kr. 21,39 og á við beint meðaltal á gengi dollara þá daga sem hann var skráður í apríl (average rate). Hins vegar er talað um meðal- gengi krónunnar, nánar tiltekið vísitölu meðalgengis. Vísitala meðalgengis I apríl til dæmis er reiknuð með því að vega saman gengi allra mynta, sem íslenska krónan er skráð í, þ.e. meðal- gengi allra gjaldmiðla í krónum í apríl er vegið saman. í Hagtölum mánaðarins eru birtar vísitölur meðalgengis krónunnar, þarsem annars vegar er „vegið með hlut- deild einstakra landa I inn- og út- flutningi og hins vegar með hlut- deild einstakra gjaldmiðla í gjald- eyrisviðskiptum". Þá er einnig sýnt meðaltal beggja. Á ensku nefnist vísitala meðalgengis „ef- fective rate“, nánar tiltekið „nominal effective rate", þarsem um er að ræða meðaltöl nafn- gengis. Augljóst er að breytingar á gengi tveggja gjaldmiðla ráðast að miklu leyti af verðbólgu í báðum löndum þegar til lengri tíma er litið. Raun- gengi, eða vísitala raungengis, er sú stærð kölluð sem fæst með því að taka fullt tillit til mismunandi verðbólguhraða milli landa. Ef verðbólga á íslandi er um 30% og verðbólga í viðskiptalöndunum er 5% að meðaltali þá nægir um 25% lækkun á meðalgengi (ef- fective rate) til að raungengi (real effective rate) haldist stöðugt, en það merkir, að verðhækkanir á innlendum og innfluttum vörum haldast nokkurn veginn I hendur. Útaf fyrir sig er hægt að reikna raungengi einnar myntar, t.d. raungengi dollara, eftir meðal- gengi á dollara og mismunandi verðbólguhraða hér á landi og í Bandaríkjunum, en venjulega er átt við meðalgengi allra mynta (effective rate) að teknu tilliti til mismunandi verðbólgu, þegar talað er um raungengi (real effect- ive rate). Það bætir ekki úr, þegar talað er um gengi, að ýmist er átt við verð á krónum í dollurum, svo að dæmi sé tekið, eða verð á dollurum í krónum. Þegar gengi krónunnar er lækkað, lækkar verð á krónum I dollurum, en verð á dollurum I krónum hækkar. Þann 27. maí s.l. var gengi krónunnar lækkað um 14.6% að meðaltali gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Verð á erlendum gjaldeyri hækkaói þá að meðaltali um 17,1%. Verð á er- lendum gjaldeyri er því „1/ gengi“, og síðan er hægt að tala um meðalverð á erlendum gjald- eyri og raunverð á erlendum gjaldeyri, sem er þá andhverfan af meðalgengi og raungengi. Gengi nokkurra gjaldmiðla. 1983 1982 III IV I s 0 N n j 1.73 1.65 1.53 1.71 1.70 1.63 1.62 1.57 8.65 8.80 8.53 8.79 8.91 8.96 8.92 8.41 13.18 15.89 19.41 14.45 15.16 16.07 16.42 18.44 6.64 7.15 7.11 6.89 7.17 7.24 7.03 7.04 6.16 7.34 7.41 6.22 7.15 7.51 7.35 7.32 6.94 7.07 6.89 7.06 7.15 7.21 6.85 6.77 2.11 2.14 2.02 2.14 2.17 2.20 2.05 1.97 2.73 2.74 2.66 2.74 2.76 2.79 2.67 2.63 2.48 2.50 2.41 2.50 2.53 2.61 2.42 2.39 259 260 236 263 271 265 243 233 1983 F M A 31.5. 30.6. 29.7. 2.8. 8.S 1.53 1.49 1.54 1.61 1.53 1.52 1.51 1 47 8.57 8.62 8.65 9.03 9.16 9.51 9.57 9 71 19.18 20.63 21.39 27.10 27.45 27.85 27.95 28 22 7.11 7.17 7.14 7.14 7.31 7.38 7.44 7 52 7.43 7.48 7.48 7.54 7.65 7.74 7.78 7 90 6.88 7.01 7.32 7.56 7.65 7.94 8.01 8 13 2.02 2.06 2.06 2.09 2.11 2.13 2.14 2 19 2.68 2.68 2.75 2.83 2.86 2.95 2.98 3 02 2.43 2.41 2.44 2.52 2.55 2.64 2.66 2 70 236 238 238 239 240 242 242 245

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.