Vísbending


Vísbending - 09.11.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.11.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Hrávöru- og matvælamarkaður Frh. afbls. 1. framlög og tilfærslur af ýmsu tagi, s.s. til fjárfestingarlána- sjóða. Niðurskurður sem studdur er þverrandi kaupmætti launa ríkisstarfsmanna og rýrn- andi tryggingabótum, er hins vegar dæmi um stundarsparn- að. Fjárlagafrumvarpið ber óneitanlega nokkur merki þessa. Hvernig hafa lánsfjáráætlanir gefizt til þessa? Allt frá upphafi hefur yfirlýstur tilgangur stjórnvalda með láns- fjáráætlunum m.a. verið sá, að beita þeim (ásamt fjárlögum) í aðhaldsskyni, draga úr verð- bólgu. Markmið hafa þó verið misdjörf frá ári til árs. Nú, á þessari áætlunartíð, er ekki úr vegi að líta um öxl og þera saman ásetning og árangur á liðnum árum. Á mynd 2 er borin saman opin- ber lánsþörf áranna 1977- 1982, áætluð og eiginleg. Sú fyrri er fengin úr fjárlögum og lánsfjáráætlunum þessara ára. Engin lánsfjáráætlun var lögð fram fyrir þetta ár, sem verður því útundan í samanburðinum. Á myndinni sést, að þau sex ár sem könnunin nær yfir, hefur hin opinbera lánsþörf ávallt farið fram úr áætlun, að undan- skildu einu, árinu 1981. En þá jókst annað fjárstreymi úr Seðlabankanum verulega um- fram áætlun, svo úr peninga- þenslu dró ekki. Nokkuð er um það, að ytri aðstæður (einkum aflabrögð og viðskiptakjör) hafi þróazt með öðrum hætti en spáð var 'pá gengið var frá plöggunum. Sér þess nokkurn stað á myndinni. Þannig blés byrlegar árið 1981 en ráð var fyrir gert. Öfugt var þessu farið 1982. Eins og rakið var í 10. tbl. Vísbendingar leiðir búhnykkur að óbreyttu til minnkandi láns- þarfar hins opinbera. Hallæri hleypir henni upp að sama skapi. Að öllu samanlögðu verður þó vart komizt hjá að álykta, að lánsþörfin hafi iðulega farið langt fram úr áætlun. Hvað veldur? Sú gjá sem myndazt hefur milli orða og athafna í þessu efni á liðnum árum skýr- ist umfram allt af lánasláttunni erlendis, sem í verki hefur oftar en ekki farið úr böndum. Sú staðreynd að stjórnvöldum hefur farizt framkvæmd (mis)- góðra áætlana fremur óhönd- uglega hingað til, er auðvitað enginn fyrirboði þess að eins muni fara eftirleiðis. En óneit- anlega bendir hún til þess að brotalamir séu í framkvæmd- inni. afurða, en heldurverði á mjólk- urafurðum í EBE, og á korni, kjöti og sykri langt yfir markaðs- verði. Sem dæmi um verðhækkanir vegna þess uppskeruþrests, sem að framan greinir, má nefna aö smjörlíki er nú að hækka um nálægt 20% til neyt- enda í Evrópu, og varað hefur verið við að verð á fóðurblöndu muni hækka verulega á næstu mánuðum, þegar háa verðið á hrávörumarkaðinum fer að segja til sín. Þótt framboð á hveiti á heims- markaði sé ágætt og hafi ekki minnkað, er engu að síður búist við verðhækkunum. Það er vegna þess að lakari tegundir hveitis verða nú keyptar til dýraeldis í stað korns, og þessi eftirspurn hækkar síðan verð á öllu hveiti og síðar á hinum margvíslegustu tegundum matvæla. j Raungengi helstu gjaldmiðla í töflu meb grein um raungengi helstu gjaldmiðla i síðasta blaði féllu niður timasetningar tatn- anna í dálkunum þremur. Tímasetningarnar eru þannig: dáikur 1: meðaltal 1980 I dálkur 2: meðaltal 1982 dálkur 3: meðaltal september 1983 Er beðist velvirðingar á þessum mlstökum. Mynd 2. Opinber lánsþörf í hlutfalli við grunnfé i ársbyrjun - áætlanir bornar saman við útkomu

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.