Vísbending


Vísbending - 08.02.1984, Page 2

Vísbending - 08.02.1984, Page 2
VISBENDING 2 % Vextir (Prime Rate) Miðað er viö vexti til traustustu lántaka („prime rate") I hvoru landi fyrir sig. Athyglisvert er að vaxtamunurinn milli landanna er allan tímann mikill, vextir í Bandaríkjunum ott helmingi eða þrefalt hærri en ( Sviss. Raunvextir á þessu tímabili hafa einnig verið háir og væri betur ef íslenskir sparifjáreigendur hefðu notið svo hárra vaxta. Mjög miklar sveiflur voru á gengi dollara gagnvart svissneskum franka. Hæsta gengi frankans. (m.v. meðalgengi mánaða) á tímabilinu var 1,53 (í október 1978) en lægsta gengi frankans var 2,56 (í mars 1977). Gengi frankans í desember s.l. var um 2,20. Raungengi krónunnar er hér reiknað eftir meðalgengi krónunnar eftir mánuðum og leiðrétt með hækkunum neysluvöruverðs í helstu iðnríkjum og hækkunum lánskjaravísitölu. Margt má finna að þessum reikningum (t.d. væri réttara að miða við hækkanir heildsöluverðs á innanlandsmarkaði, bæði fyrir ísland og iðnríkin; einnig eru erlendarvörur í lánskjaravísitölu) og niðurstöðurnar því settar fram með viðeigandi fyrirvara. Dollaralán Línurnar á samanburöarmyndinni sýna hlutföll lánskostnaðarvísitalna. Þegar lína er neöan við 100 merkir þaö aö lán í viðkomandi mynt sé hag- kvæmara lántakanum en lánskjara- vísitölulán með 3% vöxtum, en óhagstæðara ef samanburðarlínan er ofan við 100. Hve mikill hluti lín- unnar er ofan og neðan við 100 er háð því hvenær lánin eru tekin (hvenær byrjað er að reikna). Hér varð janúar 1977 fyrir valinu en jafn- gilt hefði verið að byrja í einhverjum öðrum mánuði. Við túlkun á saman- burðinum verður þó að hafa byrjun- arpunktinh í huga. Dollaralán tekið í janúar 1977 er jafn- hagstætt eða hagstæðara fyrir lán- taka en lánskjaravísitölulán með 3% vöxtum allt þar til gengi dollarans tekur að hækka gagnvart helstu gjaldmiðlum á árinu 1981. Til að auð- veldara sé að átta sig á áhrifum vaxta og gengis eru einnig sýnd línurit yfir vexti á dollurum og svissneskum frönkum, og yfir gengi svissneska frankans gagnvart dollara (mánaðar- leg meðaltöl) frá 1977, og yfir raun- gengi íslensku krónunnar. Visitala raungengis er reiknuð mánaðarlega eftir mánaðarlegu meðalgengi krón- unnar að teknu tilliti til verðbreytinga í helstu iðnríkjum erlendis og innan- lands miðað við lánskjaravísitölu. Allt frá árinu 1981 hefur lán í dollur- um verið óhagstæðara lántaka en innlenda samanburðarlánið og í des- ember 1983 var höfuðstóll dollara- lánsins ásamt vöxtum liðlega 48% hærri en höfuðstóll innlenda saman- burðarlánsins. Þessa niðurstöðu mætti einnig setja fram með öðrum hætti og segja að miðað við þessar forsendur hafi lán í dollurum reiknað frá janúar 1977 til desember 1983 verið jafndýrt og lánskjaravísitölulán með9% raunvöxtum. Lán í svissneskum frönkum Það kemur vel fram á samanburðin- um á milli láns í svissneskum frönk- um og lánskjaravísitöluláns hve næmir þessir reikningar eru fyrir upphafsmánuði er lánin eru tekin. Reikningarnir sýna að höfuðstóll láns í svissneskum frönkum ásamt upp- söfnuðum vöxtum er orðinn næstum 69% hærri en höfuðstóll innlends láns með 3% vöxtum sé svissneska lánið gengistryggt en innlenda lánið verðtryggt miðað við lánskjaravísi- tölu. Það skal tekið aftur fram hér að reiknað er með að vextir leggist við höfuðstól í öllum tilvikum og að engar afborganir séu greiddar og að þessir reikningar miðast við að lánin hafi verið tekin í janúar 1977. Að hluta stafar þessi mikla hækkun af því að gengi svissneska frankans hækkaði mjög gagnvart dollara árið 1977 eða úr sv.fr. 2,49 pr. dollara í janúar í 2,09 i desember. Raunar hækkaði gengi frankans gagnvart dollara 1977-1978 og var mjög hátt árin 1978 og 1979 uns gengi dollar- ans tók að hækka gagnvart helstu gjaldmiðlum á árinu 1980. Gengi svissneska frankans gagnvart doll- ara er nú um 2,20 pr. dollara en gengi dollarans hefur verið hátt gagnvart svissneska frankanum m.a. vegna

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.