Vísbending - 28.03.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
13.2 28. MARS1984
Gjaldeyrismarkaður
Töluverðar breytingar á gengi yensins
Röskun á fyrra jafnvægi
Gengi yensins gagnvart dollara
var tiltölulega stöðugt allt árið í fyrra,
en þá lék það á bilinu frá 232,54 yen
pr. dollara til 250,30 yen pr. dollara
allt árið. Frávikið til hvorrar handar
frá miðju þessa bils er innan við 4%
(sjá línurit í Vísbendingu 22. febr.
s.l., bls. 1, og 7. mars s.l., bls. 1). Auk
þess sem sveiflur í gengi yensins
gagnvart dollara hafa verið mun
minni en sveiflur í gengi marksins
hefur gengi dollara ekki hækkað
gagnvart yeni eins og gagnvart
gengi flestra gjaldmiðla. Á síðustu
vikum hefur jafnvægið frá fyrra ári
raskast og veruleg hækkun hefur
orðið á gengi yensins gagnvart doll-
aranum. Þannig hækkaði gengi
yensins úr um 234-235 í 223-224,
eða um 4-5% á aðeins örfáum
dögum í fyrri hluta mars.
Skyndileg hækkun á gengi yens-
ins vakti upp grunsemdir um að jap-
anski seðlabankinn hefði átt þátt í að
halda jafnvæginu í kringum 233 yen
pr. dollara undanfarið meðan gengi
þýskaa marksins hækkaði ört gagn-
vart dollaranum. Meint athæfi bank-
ans hefði þá verið í þeim tilgangi að
vernda japanska útflytjendur gegn
samkeppni frá Þýskalandi. Ekkert
hefur þó fundist í alþjóðlegum
bankatölum sem rennir stoðum
undir þennan grun. Jafnvel er talið
að upphaf eftirspurnarinnar eftir
yenum megi rekja til framtíðarvið-
skipta í Chicago. Sé það rétt voru
markaðsöfl að verki en ekki stjórn-
völd.
Ætti ekki aö hafa komið á
óvart
Þótt hækkun á gengi yensins hafi
komið ýmsum á óvart bentu þó allar
líkur í þá átt að hún væri í aðsigi. Á
árinu 1983 var afgangur í viðskiptum
Japana við útlönd sem nam 20 millj-
örðum dollara en halli Bandaríkja-
manna í viðskiptum með vöru og
þjónustu varð 37 milljarðar dollara.
Þessi munur gæti orðið enn meiri í
ár. Afgangur Japana í viðskiptum við
útlönd gæti orðið allt að 25 milljörð-
um dollara en halli Bandaríkja-
manna jafnvel 60 milljarðar.
Samanburður á verðbólgu leiðir til
sömu niðurstöðu. Síðasti toppur 1
hagsveiflu var á árinu 1979. Frá
þeim tíma hefur neysluvöruverðlag
hækkað um 37,2% í Bandaríkjun-
um, 21,3% í Þýskalandi en ekki
nema 18,6% í Japan. Nú er almennt
búist við að verðbólga fari heldur
vaxandi í Bandaríkjunum og verði
5.5- 6% eða jafnvel hærri á næstu
tólf mánuðum. Verðbólga í Japan er
ekki nema 3-3,5% og í Þýskalandi
3.5- 4%. Þannig gæti yenið einnig
hækkað svolítið á næstunni gagn-
vart markinu.
Horfur á hækkandi gengi
yensins
Sú röskun sem orðið hefur á jafn-
vægi yensins veldur því að fáir eru til
að spá fyrir um feril yensins næstu
daga og vikur. Flestir búast þó við að
um áframhaldandi hækkun gagnvart
dollara verði að ræða á árinu og
gengið gæti orðið um 210-215 yen
pr. dollara undir lok ársins. Líklegt er
talið að japönsk stjórnvöld reyni að
nýta sér styrk gjaldmiðilsins til að
lækka vexti heima fyrir og hvetja
þannig til aukinnar fjárfestingar og
meiri hagvaxtar.
Efni:
Gengiyensins 1
Ríkisvíxlar 2
Viðskipti á gjaldeyrismarkaði 3
Innlend efnahagsmál 4-5
Evrópska myntkerfið EMS 6-7
Opinber lánsþörf 7
Kjarasamningar í Svíþjóð 8
Verðbólga í Bretlandi 8
Töflur:
Gengi helstu gjaldmiðla 8
Gengi íslensku krónunnar 8