Vísbending


Vísbending - 28.03.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.03.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Gjaldeyrismarkaður Mikill vöxtur í viðskiptum síðan fastgengistímabilinu lauk Miklar gengissveiflur Þegar fljótandi gengi helstu gjald- miöla tók við af fastgengiskerfinu fyrir 10-11 árum hófst nýtt skeið í gjaldeyrisviðskiptum og hefur það staðið í miklum blóma síðasta ára- tuginn. Miklar sveiflur í gengi helstu gjaldmiðla og ör tækniþróun í við- skiptunum hafa vaidið straum- hvörfum á gjaldeyrismarkaðinum. Viðskipti eiga sér stað allan sólar- hringinn. Á meðan Evrópubúar sofa (eða vaka yfir Reutersskermum) er markaður opinn í Austurlöndum og gjaldeyrissalar í Evrópu hafa opið uns viðskipti hefjast að morgni í New York. Viðskiptin hafa ekki gengið stórá- fallalaust frá upphafi. Minnast menn mikilla ófara þýsks banka, Bank- haus Herstatt, sem tapaði miklu fé í framvirkum gjaldeyrisviðskiptum ár- ið 1974. Með tímanum hafa skapast siðir og venjur og almennt eru við- skiptaaðilar varkárir og forðast ævintýramennsku. Fjárhæðirnar sem verslað er með eru afar háar, allt að 30 til 50 milljónir dollara í einum samningi, og það gefur auga leið að aðeins stórir bankar og stærstu gjaldeyrissalafyrirtæki ráða við slík viðskipti. Nýjungar í Ijósi reynslunnar og með harðn- andi samkeppni er sífellt brotið upp á nýjungum á gjaldeyrismarkaði. Merkust eru án efa framtíðarvið- skiptin með gjaldeyri sem hófust í Chicago og hafa haft varanleg áhrif á gjaldeyrisviðskipti. London var í upphafi miðstöð gjaldeyrisviðskipta og er vafalaust enn en framtíðarvið- skiptin í Chicago áttu þátt í að færa hluta viðskiptanna vestur um haf. Auk þess hafa framtíðarviðskiptin aukið þátttöku í gjaldeyrisvið- skiptum. Miklar sveiflur í verði gjald- eyris í framtíðarviðskiptum hafa vakið áhuga spákaupmanna sem eygja hagnaðarvon og auka á eftir- spurn eftir vaxandi þjónustu banka og gjaldeyrissala. Það eru þó ekki eingöngu bankar sem hafa átt þátt í að þróa markað- inn heldur einnig smærri fyrirtæki, m.a. fjárfestingarbankar, sem sóst hafa eftir að bjóða betri þjónustu en stóru bankarnir til að ná fótfestu á markaðinum. Sem dæmi mætti nefna Salomon Brothers, sem er bandarískur fjárfestingarbanki, en það fyrirtæki beitti sérfyrirframtíðar- viðskiptum með rétti til að falla frá samninginum ef breytingar gengis verða viðskiptavini bankans í óhag. Gjaldeyrisréttur Upphæðir í framtíðarsamningum með skilarétti eru afar háar, ekki síst á íslenskan mælikvarða. Salomon Brothers stunda slík viðskipti í London bæði með sterlingspund og þýsk mörk. I upphafi bauð fyrirtækið 100.000 samninga sem fólu I sér kaup á pundum og jafnmarga sem fólu í sér sölu á pundum. Hver samn- ingur um kaup hljóðaði upp á 1000 sterlingspund á genginu 1,52 dollara pr. pund eftir eitt ár en sölusamn- ingar hljóðuðu upp á sölu á 1000 pundum á genginu 1,46 dollara pr. pund. Eins og fyrr segir fólst í samn- ingunum rétturtil aðfallafrá viðskipt- unum ef gengi snerist viðskiptaaðila bankans í óhag. Áður hafði Hill Samuel, sem er breskur fjárfesting- arbanki, boðið upp á svipaða þjón- ustu og fyrr en varði hafði Citibank einnig bæst í hópinn. Hugmyndin að baki gjaldeyrisrétti (sjá Vísbendingu 29 febrúar 1984) er að veita fyrirtækjum kost á trygg- ingu gegn óhagstæðum gengis- breytingum. Gjaldeyrisviðskipti á framvirkum markaði (framvirk við- skipti) eru viss trygging en í þeim felst að gerður er samningur um kaup eða sölu á einni mynt fyrir aðra á ákveðnum afhendingardegi og verða viðskiptin að fara fram á því gengi sem um er samið. Framvirk viðskipti tryggja því viðskipti á ákveðnu gengi en geta orðið til þess að sá sem semur þannig við banka verði af gengishagnaði ef þróun gengis verður honum í hag. Fram- tíðarviðskipti með gjaldeyrisrétti veita svipaða tryggingu gegn geng- istapi en veita samningshafa þann rétt að falla frá samningnum ef gengi breytist honum í óhag. Hann nýtur þá gengishagnaðar eins og um engan samning hefði verið að ræða. Upplýsingakerfin Ný tækni hefur gjörbreytt við- skiptum á gjaldeyrismarkaði. Allir þeir sem stunda viðskiþti með gjald- eyri í einhverjum mæli eru búnir samtengdum tölvukerfum sem veita nýjustu fréttir um breytingar á gengi gjaldmiðla, vaxta verðbréfa, framtíð- arsamninga, o.s.frv. Hraðinn í við- skiptunum er mjög mikill og til að eiga hagnaðarvon í samkeppninni verða gjaldeyrissalar að taka ákvarðanir um viðskipti leiftur- snöggt. Framtíðarviðskiptin í London Framtíðarviðskiptin með gjaldeyri hófust í London haustið 1982 I London International Financial Fu- tures Exchange (LIFFE) en enn sem komið er hafa viðskiptin ekki gengið sem skyldi og hafa ekki skilað aðstandendum hagnaði. Meðalfjöldi samninga er nú kominn upp í 7.400 á dag sem ekki er talið nægjanlegt til að standa undir rekstrinum. ( LIFFE bjóðast sjö tegundir framtíðarsamn- inga: Þriggja mánaða samningar um Eurodollara, þriggja mánaða samn- ingar um pund, samningar um ríkis- skuldabréf til tuttugu ára og framtlð- arsamningar um gjaldeyrisviðskipti meö pund, yen, þýsk mörk og svissneska franka. Á næstunni eiga að hefjast viðskipti með „stock index futures" sem miðast við 100 stærstu fyrirtækin í Bretlandi og binda aðstandendur LIFFE’s miklar vonir við þau viðskipti. Nokkuð hefur komið á óvart að framtíðarsamningarnir um gjaldeyr- isviðskipti (pund, yen, þýsk mörk og svissneska franka) eru þau sem síst hafa gengið. Skýringin er talin m.a. sú að gjaldeyrismarkaður í London er einn hinn fullkomnasti og stærsti og menn eiga því auðvelt með að kaupa og selja gjaldeyri með hefð- bundnum hætti og eru því seinni til að tileinka sér nýjungar. Þá er talið að viðskiptamiðstöðvarnar í Chi- cago og Philadelfíu í Bandarikj- unum veiti LIFFE afar harða sam- keppni og eru Bandaríkjamenn miklu fljótari til að koma með nýjungar á markaðinn heldur en aðstandendur LIFFEs eru. Á hinn bóginn er því haldið fram að LIFFE þurfi ákveðinn aðlögunartíma og þeim tíma sem viðskiptin hafastaðið hafi ekki síst verið varið til að kynna kosti framtíðarviðskipta. Bjartsýnis- menn spá því að framtíðarviðskipti í London tvöfaldist í ár og jafnvel þre- faldist ef „stock index futures” bæt- ast við.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.