Vísbending


Vísbending - 28.03.1984, Blaðsíða 6

Vísbending - 28.03.1984, Blaðsíða 6
VÍSBENDING 6 EMS Á fimm ára afmæli evrópska myntkerfisins Afkomandi „snáksins" Á fundi ráðamanna Efnahags- bandalagsríkjanna sem haldinn var íBremen í júlímánuði 1978 vartekin formleg ákvörðum um stofnun evr- ópska peningakerfisins (European Monetary System, EMS) og tók það til starfa 13. mars 1979 fyrir réttum fimm árum. Meginþættir kerfisins voru tveir: Ríkjum EBE bar engin skylda að taka þátt í myntkerfinu. Bretland ákvað frá upphafi að tengja gengi pundsins ekki við gengi EMS-mynt- anna. írland tók hins vegar gagn- stæða ákvörðun og við það rofnaði sambandið á milli írska og breska pundsins en það hafði jafnan verið 1:1. Grikkland gekk í Efnahags- bandalagið árið 1981 en hefur ekki takið þátt í EMS. Gengi EMS-myntar rhá sveiflast gagnvart gengi annarrar EMS- myntar og víkja mest um 21/t% upp eða niður frá miðgengi (viðmiðun- argengi). Gengi lírunnar mátti frá upphafi sveiflast á sama hátt um 6% upp eða niður frá miðgengi þar sem Italir drógu í efa getu sína til að halda gengi lírunnar innan þrengri marka, en eins og kunnugt er hefur löngum verið meiri verðbólga á Ítalíu en í öðrum löndum EBE. Evrópska myntkerfið á því margt sameiginlegt með fyrirrennara sínum, snáknum svokallaða, en þó fólust í stofnun þess merkar nýjunar í peningasamstarfi aðildarríkjanna. Samstarf seðlabanka viðkomandi ríkja varð nánar, betra skipulag varð á inngripum í gengismálum, og síð- ast en ekki síst fólst í samstarfinu opinber viðurkenning á því að efna- hagsstefna hvers ríkis um sig hefði afdrifarík áhrif á gengi gjaldmiðils þess og um leið að viss samhæfing væri óhjákvæmileg. Merkar nýjungar Merkustu nýjungarnar sem komu fram á sjónarsviðið við stofnun EMS voru mynteining ríkjanna, European Currency Unit eða ECU, og nýjar aðferðir til að samhæfa gengi gjald- miðlanna. ( ECU eru allar myntir aðildarríkjanna samvegnar. Þessi gjaldmiðill er því aðeins reiknings- eining en er nú hluti af gjaldeyr- isvarasjóði hvers seðlabanka í löndum Efnahagsbandalagsins og nemur hlutur ECU 20% af gulleign hvers seðlabanka. Þá miða seðla- bankarnir einnig við ECU í við- skiptum sínum hver við annan. Og miðgengi hverrar myntar í EMS er reiknað í ECU. Gengi myntanna má sveiflast um miðgengið innan marka sem ráðast af tveimur þáttum. (i) Sá fyrri er gengistaflan (parity grid) sem notuð er til viðmiðunar. Miðgengi EMS-myntanna sem skráð er í ECU eins og fyrr segir er umreiknað yfir í krossgengi - sem segir t.d. til um hve margar I írur eru í einum franka - og gengi hverrar myntar má sveiflast 2,25% upp eða niður frá krossgengi því sem miðað er við. Ef gengi myntar leitar út fyrir þessi mörk gagnvart einhverri annarry mynt í kerfinu verða seðlabankarnir tveir sem eiga hlut að máli að sker- ast í leikinn. Ef gengi frankans leitar niður fyrir 21A% mörkin gagnvart þýska markinu verður franski seðla- bankinn að selja þýsk mörk og þýski seðlabankinn verður að kaupa franka. Ef franski seðlabankinn á ekki þýsk mörk til að selja verður hann að taka þau að láni hjá þýska seðlabankanum og er skuldin þá skráð í ECU og einnig endurgoldin í ECU. Ef gengi marksins hækkar gagnvart ECU áður en skuldin er endurgoldin þá tapar þýski seðla- bankinn. (ii) Síðari þátturinn af tveimur sem ráða því hve mikið gengi hverrar myntar í EMS má sveiflast er nokk- urs konar viðvörunarkerfi (diver- gence indicator). Hver mynt í EMS á sér viðvörunarmörk sem liggja á milli mesta fráviks frá miðgengi og miðgengis. Þetta „mesta frávik“ er þó ekki 21A% mörkin heldur er frá- vikið breytilegt milli myntanna vegna þess að hver mynt vegur mismun- andi mikið í myntkerfinu. Þegar gengi myntar leitar lengra en % hluta bilsins frá miðgengi til mesta leyfi- legs fráviks er gert ráð fyrir að við- komandi stjórnvöld grípi í taumana og geri nauðsynlegar efnahagsráð- stafanir. Breytingar á viðmiöunargengi EMS var þó ekki hugsað sem „gengisfrysting" og nokkrum sinn- um hefur komið til breytinga á við- miðunargengi kerfisins. Þannig hefur verið reynt að synda á milli skers og báru, samhæfa efnahags- stefnu landanna eins og unnt er en beita að öðrum kosti breytingum við- miðunargengis. Einnig verður aö hafa í huga að myntkerfið hefði vart getað farið af stað á verri tíma, að- eins örfáum mánuðum áður en síð- ari olíuverðshækkanirnar (1979) og að þjóðleg kreppa í efnahagsmálum skullu yfir, og verðbólga tók að auk- ast á nýjan leik með hækkandi vöxt- um og vaxandi atvinnuleysi. EMS dugði skammt í slíkumósköpum. En skammtímasveiflur milli myntanna hafa minnkað verulega. EMS fimm ára Flestir höfundar afmælisgreina 13. mars s.l. voru þeirrar skoðunar að EMS hefði bætt samstarf aðildar- þjóðanna í gjaldeyrismálum jafnvel þótt upphafleg markmið hafi ekki náðst. Eins og sakir standa munu ekki ráðagerðir uppi um að styrkja gjaldeyriskerfið í bráð og margir líta svo á að markmiðin frá stofnun myntkerfisins hafi verið óraunhæf. Bretar telja enn að vegna sérstöðu pundsins, m.a. vegnaolíusölu Breta væri óeðlilegt fyrir þá að tengjast myntkerfinu. Það styrkir líka myntkerfið mikið að gjaldmiðill þess, ECU, hefur náð þeirri stöðu í gjaldeyrisviðskiptum að ekki verður aftur snúið. Myntin er nú þriðja algengasta í útboðum skuldabréfa á Euro-markaði og nemur heildarverðmæti skuldabréfa í höndum einkaaðila um 5,25 millj- öðrum ECU (um 4,4 milljörðum doll- ara). Bjartsýnismenn líta svo á að enn geti mikil aukning á notkun ECU í alþjóðlegum viðskiptum átt sér stað. Sýnt hefur verið fram á að hrá- vöruverð skráð í ECU er mun stöð- ugra en dollaraverð sömu vöruteg- unda. Evrópusinnar láta sig því dreyma um að í framtíðinni taki ECU viö af dollaranum sem algengasta mynt í alþjóðlegum viðskiptum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.