Vísbending


Vísbending - 28.03.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.03.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Ríkisfjármál Útboð ríkisvíxla á almennum markaði Tilboð vegna fyrsta útboðs rfkis- vixla á almennum markaði voru opnuð 19. mars s.l. Boönar voru út alls 30 milljónir I vlxíasettum. I hverju setti voru 10 víxlar að fjérhœð kr. 50.000 hver. Alls voru seldlr 380 vlxlar að naf nvirðl 19 mllljónir króna. Lægsta. tilboð sem tekið var að þessu sinni hljóðaöi upp á kr. 470.900 (hæsta ávöxtun) og það hæsta upp á kr. 475.400 (lægsta ávöxtun). Ávöxtun miðað við heilt ár og áður en tekið er tillit til verðbólgu er þvl á bilinu 22,361 % tll 27,106%. Hafa verður I huga að I boði er að- eins þriggja mánaða binding fjár- muna og hverfandi áhætta fyrir þann sem fjárfestir. Eina ávöxtunarformið sem er sambærilegt hér á landi hvað varðar binditima og öryggi eru spari- sjóðsbækur með þriggja mánaða bindingu en þær bera nú 17% vexti. Einnig mætti nefna spariskirteini rlkissjóðs sem kynnu að fást hjá verðbréfasölum og innleysanleg eru eftir þrjá mánuði. Ávöxtun rikisvixlanna ( þessu útboðl er miklu betri en sú ávöxtun sem bankarnir bjóða á þriggja mán- aða sparlsjóðsbókum. Það tæki um 17 mánuðl að né þelrrl ávöxtun i banka sem rlkið býður á elnu ári. Hafa verður I huga að rlkisvíxlarnir eru aðeins seldir I hálfrar milljón króna pökkum. Þeir eru þvl ekkl vænlegur kostur fyrir þá sem ráð- stafa vilja lægrl upphæðum. Ef þjón- usta verðbréfafyrlrtækja er notuð skerðist ávöxtunin talsvert, en þau munu taka þóknun sem nemur um 1%. Það er þvl augljóst að útboð rlkis- vlxla eru einkum ætluð fyrirtækjum og stærri aðilum sem hafa af þvl hag að bindafjármuni aðeins I skamman tíma. Rlkisvlxlarnir eru þvl kær- komin nýjung á peningamarkaðin- um og vonandi verður áframhald á útgáfunni svo markaður myndist og vlxlarnir verði gjaldgeng söluvara hvenær sem er. ( efnahagslegu tilliti eru tvær hlið- ar málsins einkum athyglisverðar, þ.e. áhrifin á greiðslujafnvægi ríkis- sjóðs og áhrlfin á vaxtamyndun á fjármagnsmarkaðl. I svlplnn eru tæpast horfur á að rlkisvlxlar getl orðiö riklssjóði veruleg uppspretta fjár til lengdar þótt þeir gætu vel hjálpað upp á saklrnar Innan árs. Eins og kunnugt er falla útgjöld rlkis- ins að meirl hluta á fyrri hluta árs en tekjur eru oftast meiri á slðari hluta árs. Áhrifin á vaxtamyndun verða væntanlega afdrlfarlkarl. Sé miðað við um 3,5% hækkun lánskjaravlsl- tölu frá mars tll júnl er ávöxtun rlkls- vlxlanna á blllnu 6,6% til 10,77% eftir að tekiö hefur verið tilllt til verð- breytinga (raunvextir). Þetta eru miklu hærri raunvextir en I boði eru annars staðar nema með þvl að taka meiri áhættu. Sennilegt er að rlkis- vlxlarnir stuðli beint eða óbeint að almennri hækkun vaxta I landinu. Eins og oft hefur verið nefnt á þess- um síðum er nauðsynlegt að hækka vexti og efla sparnað I landinu ef menn ætla að ná tökum á stjórn pen- ingamála og binda endi á þráláta verðbólgu. Hvernig er ávöxtunin reiknuð? Rétt er aö rekja í örstuttu máli hvernig ávöxtun ríkisvíxla er reikn- uð. Segjum að gert sé tilboð í víxla- sett og að tilboðið hljóði upp á 475.000 krónur. Eftir nákvæmlega þrjá mánuði greiðir ríkið til baka kr. 500.000. Ávöxtun á þremur mánuð- um er því 5,263% (500.000/ 475.000) = 1,05263). Ársávöxtuner síðan reiknuð með því að hefja töluna 1,05263 í fjórða veldi. Þá fæst 1,22774 eða 22,77% ávöxtun m.v. heilt ár en án tillits til verðbólgu. Vandasamt er að giska á verð- bólguna. Sé stuðst við spá um láns- kjaravísitölu í Vísbendingu 29. febrúar s.l., bls. 4, og reiknað frá mars til júní fæst ((884/854) = 1,03513) 3,51% en ((896/865) = 1,03584) 3,58% ef reiknað er frá apríl til júlí. Sé fyrri talan notuð og hafin í fjórða veldi er niðurstaðan 14,81% verðbólga m.v. heilt ár. Til- boðið í dæminu, sem gaf 22,77% ávöxtun áður en tekið var tillit til verðbólgu, felur því í sér ((1,2277/ 1,1481) = 1,06933)6,93% ávöxtun umfram verðbólgu samkvæmt til- greindum forsendum. Hér hefur verið farin „öfug" leið, þ.e. ávöxtun reiknuð eftir tilboðsfjár- hæð. Þeir sem hafa ákveðna ávöxt- un í huga og þurfa að reikna tilboðs- fjárhæð gætu byrjað með ávöxtun umfram verðbólgu, t.d. 8% á ári, og hugmynd um árshraða verðbólgu næstu þrjá mánuði, t.d. 15%. Heild- arávöxtun þarf þá að verða (1,15 x 1,08 = 1,242)24,2% m.v. heiltár. Til að reikna ávöxtun á þremur mánuð- um þarfað draga fjórðu rót af tölunni 1,242 og þá kemur út 1,05568 (þ.e. 5,568% ávöxtun á ársfjórðungi). Gengi víxils sem berþessa ávöxtun fæstmeðþví aðdeila 1,05568uppí 1,0 og margfalda með 100: (1.0/ 1,05568) = 0,94726; sem margfald- aðmeð 100 gefur gengið 94,73.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.