Vísbending - 16.05.1984, Side 1
VISBENDING & í)
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL ^ \ls
19.2 16. MAÍ1984
Noregur___________________________________
Þaö þarf sterk bein til aö þola góöa daga
Olía og gas
Efnahagsvandamál Norömanna eru
aö vissu leyti af öörum toga en vanda-
mál margra grannríkjanna. Helstu
vandamál í Noregi eru atvinnuleysi,
samdráttur í fjárfestingu í hefðbundn-
um iöngreinum og rýrnandi sam-
keppnisstaða á alþjóðlegum vettvangi;
ekki atvinnuleysi, veröbólga, fjárlaga-
halli og opinber lánsþörf, og erlendar
skuldir eins og víöa annars staðar.
Munurinn liggur í gas- og olíulindum
Norðmanna. Segja má að framtíð
norskra efnahagsmála velti á því
hversu skynsamlega tekst til að nýta
þessar náttúruauðlindir. Fyrir 12 árum
nam hlutur gas- og olíuvinnslu 0,2% af
vergri þjóðarframleiðslu en 18,5% I ár
og talið er að undir lok áratugarins gæti
gas- og olíuvinnsla numið um fjórðungi
af þjóðarframleiðslu. Til samanburðar
má geta þess að hlutur hefðbundinnar
iðnaðarframleiðslu í þjóðarframleiðslu
var aðeins 13,7% I fyrra. Árið 1972 var
olía og gas aðeins um 0,5% af útflutn-
ingi Norðmanna en þetta hlutfall er nú
komið yfir þriðjung.
Vaxandi framleiðsla
Talið er að samdráttarskeiði í norsk-
um efnahagsmálum hafi lokið um mitt
sumar í fyrra, um hálfu ári síðar en í
Bandaríkjunum, og framleiðsla fer nú
vaxandi á nýjan leik, ekki síst útflutn-
ingsframleiðsla. Áætlað er að fram-
leiðsla aukist um 2-3% í ár. Aukningin
stafar aðallega af hraðvaxandi eftir-
spurn eftir norskum hráefnum og hálf-
unnum vörum, og af vaxandi fjárfest-
ingu í olíugreinum. Samneysla óx
einnig nokkuð í fyrra þrátt fyrir ásetning
stjórnvalda um hið gagnstæða.
Útflutningur jókst mest á ýmsum kem-
ískum hráefnum, á járni og stáli, áli og
trjávörum - en einnig á sjávarafurðum.
Útflutningsaukningin I fyrra var svo
mikil að undir lok ársins var útflutningur
15-20% meiri enásamatímaáriáður.
Gengi norsku krónunnar
Gengi norsku krónunnar var fellt í
september 1982. Raungengi krón-
unnar hefur farið lækkandi síðan í
haust og hefur þannig samkeppnis-
Efni:
Efnahagsmál í Noregi 1
ECU 2
Verðbólgan 3
Holland 4
Töflur:
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4
staða Norðmanna heldur farið batn-
andi, en raungengi nú er aðeins um
1,5% hærra en það var eftir gengisfell-
inguna í september 1982. Verulegra
breytinga á meðalgengi norsku krón-
unnar (þ.e. gagnvart myntunum I við-
miðunarkörfu norsku krónunnar að