Vísbending


Vísbending - 20.06.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.06.1984, Blaðsíða 2
VISBENDING 2 Hvað sýna myndirnar? Vlsitala lánskostnaðar er reiknuð með eftiiiarandi hætti. Miðað er við ákveðinn höfuðstól, t.d. 100, I upphafi reiknings- tímabils. Við höfuðstólinn I erlendri mynt leggjast vextir mánaðarlega. Höfuðstóll með áföllnum vöxtum er siðan umreikn- aður i krónur með meðalgengi hvers mán- aðarog fæst þannig erlenda skuldin mán- aðariega i krónum. Til samanburðar er tekið jafnhátt lán (t.d. 100) í krónum og það verðtryggt miðað við lánskjaravisitölu en engir vextir leggjast við höfuðstólinn. Með því að bera saman uppfærðan höfuðstól erlends láns og innlends láns með þessum hætti er reiknuð visitata lánskostnaðar, en hún sýnir hvernig höfuðstóll erlends láns umreiknaður i krónur hækkar meira eða minna en láns- kjaravísitala. Ef visitala lánskostnaðar er ofan við 100 hefur erlenda lánið hækkað meira en lánskjaravisitala, en minna ef visitalan er neðan við 100. Reikningarnir eru sýndir lið fyrir lið með dæmi i töflunni efst á bls. 8. Með því að taka hækkun eða lækkun vísi- tölunnar á milli tveggja tímapunkta er hægtað reikna þá vexti sem erienda lánið hefur borið umfram lánskjaravísitölu (þ.e. jákvæða eða neikvæða) á þessu tímabili. Slíkir vextir fyrir heil ár eru sýndir i með- fylgjandi töflum yfir meðatvexti umfram lánskjaravísitölu. Þessir reikningar, sem byggjast á breytingum visitalnanna, eru því alveg óháðir grunntímabilum, þótt visitölurnar sjálfar hækki eða lækki eftir þvi hvaða mánuður er notaður sem grunnur (= 100). ingseftirspurn. Erlent lánsfé stóreykur hættuna á að verðbólga taki sig upp á nýjan leik og grefur undan innlendum peningamarkaði. Eina leiðin til að tryggja það að innlendir sparifjáreig- endur njóti að minnsta kosti sömu kjara og þeir útlendingar sem lána hingað fé er að gefa vexti frjálsa. Höftin á fjár- magnsmarkaði hafa fram til þessa flutt fjármuni í stórum stíl frá sparifjáreig- endum til skuldara innanlands með neikvæðum raunvöxtum. Hitterjafnvel enn verra, að sparifjáreigendur hafa einnig verið hlunnfarnir í samanburði við þá erlendu kollega sína sem hafa lánað hingað fé. M.ö.o. erlend þjón- usta hefur verið flutt inn og greidd dýru verði, þ.e. með vöxtunum, en verði á innlendri þjónustu er haldið miklu lægra með lögum. Flest íslensk fyrir- tæki hefðu vafalaust heldur viljað greiða löndum síoum þann fjármagns- kostnað sem þau hafa verið knúin til að greiða til útlanda. Óþarft er að taka fram að sparifjáreigendum hefur verið Bandaríkjadollari — visitala lánskostnadar Franskir frankar — visitala lánskostnaðar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.