Vísbending


Vísbending - 20.06.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.06.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING & 5 VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL vs 24.2 20. JÚNÍ 1984 Erlendar skuldir__________________________________________ Vextir oft hærri en hæstu lögleyfðir vextir innanlands Háar vaxtagreiðslur Á undanförnum árum hafa raun- vextir á erlendum lánum oft verið miklu hærri en hæstu vextir sem þekkjast á innlendum markaði. Raunvextir af erlendum skuldum eru hér reiknaðir sem hækkun höfuðstóls vegna áfall- inna vaxta og gengisbóta umfram hækkun lánskjaravísitölu á sama tíma. í töflum og á línuritum á bls. 2-3 og bls. 6-7 eru sýnd yfirlit yfir hækkanir á erlendum lánum í sjö mismunandi gjaldmiðlum umfram hækkanir á láns- kjaravísitölu. Þessar myntir eru Bandaríkjadollari, svissneskur franki, sterlingspund, franskur franki, þýsk mörk, norsk króna og yen. Reikning- arnir ná til áranna frá 1977 til 1983. Til að gefa hugmynd um raunvexti af er- lendum lánum í heild eru meðalvextir af lánum í þessum sjö myntum sýndir neðst á bls. 6-7 og er þar miðað við samsetningu lána eftir myntum í árslok 1982. í töflunum kemur fram að raun- vextir af erlendum lánum hafa oft verið afar háir, einkum á árunum 1980 til 1983. Helsta ástæðan eru háir vextir í Bandaríkjunum og mikil hækkun á gengi dollarans á þessum árum gagn- vart flestum öðrum gjaldmiðlum. Hæstu vextir umfram lánskjaravísitölu á einu ári eru liðlega 40% á dollaralán- um á árinu 1982, en á tímabilinu des- ember 1981 til desember 1982 hækk- aði gengi dollarans úr kr. 8,21 í kr. 16,47 eða um liðlega 100%. Neikvæðir raunvextir innan- lands Raunvextir á innlendum bankalán- um hafa löngum verið neikvæðir, eink- um síðan 1972. í grein Tórs Einars- sonar, „Opinber lánsþörf, vextir og verðbólga" í Vísbendingu 11. apríl s.l. kemur fram aö áætlaöir raunvextir á handbæru fé voru að meðaltali -20% á árunum 1973 til 1978 og á árunum 1979 til 1983 voru raunvextir á hand- bæru fé -16,5%. Meðalvextir á erlend- um lánum umfram lánskjaravísitölu á síðarnefnda tímabilinu voru 9,3% sé miðað við meðaltal myntanna sjö (sjá töflu neðst á bls. 7). Þótt þessar tölur séu ekki fyllilega sambærilegar gefa þær engu að síður hugmynd um hinn gífurlega vaxtamun sem fram til þessa hefur verið á milli innlends sparnaðar og erlendra skulda. Á fimm ára tímabili lækkar 100 þúsund króna lán með -16,5% raunvöxtum í kr. 40.591, en 100 þúsund króna lán sem ber 9,3% raunvexti hækkar í kr. 155.991. Innlendur peningamarkaður- erlendar skuldir í árslok 1983 námu löng erlend lán alls 36,3 milljörðum króna en peninga- magn M3 (handbært fé) var 19,9 millj- arðar. Hlutfall erlendra skulda af þjóð- arframleiðslu í árslok 1983 var 60,4% (m.v. meðalgengi ársins) en peninga- magn og sparifé (M3) var að meðaltali 29,3% af VÞF á árinu. Á árinu 1970 voru erlendar skuldir um 27% af þjóð- arframleiðslu en peningamagn og sparifé (M3) var að meðaltali 38,2% af VÞF á því ári. Peningamagn hefur því skroppið saman um 8,9% af þjóðar- framleiðslu frá 1970 til 1983 og nemur það hlutfall um 4,7 milljörðum króna m.v. þjóðarframleiðslu 1983. Jafnframt Lánstími 1977- 1979 1978- 1980 1979- 1981 1980- 1982 1981- 1983 Efni: Erlendarskuldir 1 Dæmi um vísitölu láns- kostnaðar 8 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 8 Gengi íslensku krónunnar 8 hafa erlendar skuldir hækkað á þess- um árum um nálægt þriðjung af þjóð- arframleiðslu. Frjálsir vextir Það hlýtur að verða markmið stjórn- valda á næstu árum að auka sparnað í landinu og lækka þannig erlendar skuldir. Verulegir fjármunir streyma nú úr landinu sem vaxtagreiðslur til út- landa en þeir gætu runnið í vasa ís- lenskra sparifjáreigenda ef vextir væru hækkaðir til að laða fram aukinn sparnað. Aukinn sparnaður dregur úr þenslu heima fyrir og minnkar innflutn- Dollari Þýskmörk Meðaltal sjömynta'1 -2,03 5,84 0,41 7,22 4,97 6,61 10,36 -1,87 6,14 27,21 10,11 20,24 20,92 4,63 14,07 11 Bandaríkjadollara, svissneskra franka, punda, franskra franka, þýskra marka, norskra króna og yena, en í árslok 1982 voru 91,51% erlendra skulda í þessum gjaldmiölum. Reiknað er með bestukjaravöxtum („Prime Rate") með 1 % álagi á hverjum tfma í hverju landi. Erlendarskuldir Dæmi um vexti umfram lánskjaravísitölu á árunum 1977-1983, % á ári. Myntir

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.