Vísbending


Vísbending - 20.06.1984, Blaðsíða 6

Vísbending - 20.06.1984, Blaðsíða 6
VÍSBENDING 6 tengdum gjaldmiðlum) eru hagkvæm séu lán í öðrum myntum óhagkvæm (t.d. dollaralán) og svo öfugt. Þetta er þó engan veginn einhlítt. Raunvextir í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa löngum verið hærri en í löndum þar sem verðbreytingar hafa verið miklu minni og stöðugar, t.d. í Þýskalandi og Sviss. Verðbólgan í fyrrnefndu rikjun- um hefur bæði verið hærri og óstöðugri en í þeim síðarnefndu og því ekki ólík- legt að á markaðinum í fyrrnefndu löndunum myndist vaxtaálag sem trygging gegn lægri ávöxtun ef verð- bólgan verður meiri en reiknað er með á hverjum tíma. Fleiri skýringar eru þo á þessum vaxtamun, t.d. mismunandi skattmeðferð vaxtagjalda, mismikil framleiðni, o.s.frv. Nánar verður fjallað um mismunandi kostnað vegna er- lendra lána eftir því í hvaða mynt þau eru tekin í Vísbendingu á næstunni. Opinberar skuldir Löng erlend lán í árslok 1983 námu 36.333 milljónum króna og af þeirri fjár- hæð voru opinber lán 24.276 milljónir króna (lán ríkissjóðs og ríkisstofnana kr. 12.406 milljónir, lán ríkisfyrirtækja kr. 9.857 milljónir og lán bæjar- og sveitarfélaga og stofnana þeirra kr. 2.013 milljónir króna). Tölurnar í töfl- unum á bls. 3 og 7 gefa hugmynd um þá raunvexti sem greiddir hafa verið af þessum erlendu skuldum á undanförn- um árum. Til samanburðar má geta þess að verðmæti óinnleystra spariskírteina ríkissjóðs með áföllnum vöxtum og verðbótum nam í árslok 1983 4.193,5 milljónum króna. Opinberar erlendar skuldir alls í árslok í fyrra voru því næstum sex sinnum hærri en óinnleyst spariskírteini ríkissjóðs. Á árunum 1977 til 1978 voru vextir á nýjum flokk- um spariskírteina 3,70% umfram breytingar byggingarvísitölu, en fóru síðan heldur lækkandi þar til á árinu 1982 (sjá nánartöflu á bls. 4 í Vísbend- ingu 12. otkóber 1983). Á fyrri flokki spariskírteina 1983 voru vextir 3,5% umfram lánskjaravísitölu en 4,16% á þeim síðari. Vextir á nýjasta flokki spariskírteina ríkissjóðs, 1. flokki 1984, eru 5,08% umfram breytingar lánskjaravísitölu. Af þessum tölum er Ijóst að ríkið hefuroftgreitteigendumspariskírteina mun lægri vexti en greiddir hafa verið til útlanda vegna opinberra skulda og á þetta einkum við á árunum frá 1979/80 Þýsk mörk — vísitala lánskostnaðar r \ 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 Norskar krónur — vísitala lánskostnaðar 200 160 140 120- 100- A. A /v Jvr V /— V 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.