Vísbending


Vísbending - 08.08.1984, Page 1

Vísbending - 08.08.1984, Page 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 31.2 8. ÁGÚST 1984 Gjaldeyrismarkaður Enn er von á hækkandi gengi dollarans Metgengi í síðustu viku Þann 1. ágúst sl. náði gengi Banda- ríkjadollara hærra gagnvart sterlings- pundi og franska frankanum en nokkru sinni fyrr og gengi hans gagnvart þýsku marki varð hið hæsta síðan 1973. Var haft á orði á gjaldeyrismark- aði að dollarinn væri orðinn margfaldur ólympíumethafi. Taflan sýnir gengi dollarans gagnvart helstu myntum í vendipunktunum 10. janúarog 7. mars 1984, reiknað eftir skráningu Seðla- bankans, auk nýjasta metdagsins, 1. ágúst sl. Innbyrðis afstaða erlendra gjaldmiðla til hvers annars í gengis- skráningu Seðlabankans er sam- kvæmt skráningu Englandsbanka snemma morguns og eftir þeirri skrán- ingu var 1. ágúst metdagurinn í síð- ustu viku. Á gjaldeyrismarkaði í New York náði dollarinn þó enn hærra þann 31. júlí sl. og var hæsta gengi hans þar 2,9203 gagnvart þýsku marki, 1,2985 gagnvart sterlingspundi og 8,9555 gagnvart frönskum franl-a. Gengi doll- arans gagnvart svissneska frankanum varð hið hæsta í sjö ár, 2,4578, og 246,90 gagnvart yeni. Talið er að skammt muni I að dollarinn kosti 250 yen en það gengi gilti síðast í nóvem- ber 1982. Þá eru menn farnir að spá hækkun í DM 3,00 og 1,25 gagnvart sterlingspundi. Ástæðumar Menn sjá nú ýmsar ástæður fyrir hágengi dollarans aðrar en háa vexti í Bandaríkjunum og mikinn vaxtamun miðað við samkeppnisþjóðirnar. Gengi dollarans er nú hærra en nokkru sinni síðan fastgengisskeiðinu lauk. Bent er á að dollarinn kunni í vaxandi mæli að taka við hlutverki varasjóðsmyntar á sama hátt og áður en gengi hans var látið fljóta 1973. Dollarinn er þannig að verða gulli, þýsku marki og svissneska frankanum yfirsterkari sem fjárfesting- armynt. Mikill hagvöxtur og sterkt og sveigjanlegt efnahagslíf hefur átt sinn þátt í að skapa dollaranum það traust sem hann virðist njóta nú. Gengi dollarans gagnvart helstu myntum 19841) gagnvart 10.janúar 7. mars 1. ágúst þýsku marki 2,8434 2,5355 2,9143 sterlings- pundi 1,3932 1,4853 1,3003 svissn. franka 2,2612 2,1040 2,4707 frönskum franka 8,6816 7,8212 8,9466 yeni 234,95 221,96 245,83 Reiknað eflir gengisskráningu Seðlabanka Islands I nýrri opinberri skýrslu um efna- hagsmál í Bandaríkjunum er áætlað ?ð hagvöxtur í árverði 6%. Hérá landi hefur ekki verið svo mikill hagvöxtur síðan 1973. Það ár varð hagvöxtur 7,9%, en árin 1970-72 var hagvöxtur 7,8%, 12,7% og 6,5%. Þá mætti Efni: Gjaldeyrismarkaður 1 Vísitölur útfiutningsverðmætis 2 Fjármögnun fyrirtækja 3 Gengisfellingar 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.