Vísbending - 20.07.1989, Blaðsíða 1
yiKURlT UM
VIÐSKIPTIOG
EFNAHAGSMÁL
28.7. 20. JÚLÍ 1989
LÖG GEGN
HAGSÆLD
Dr. Þráinn Eggertsson
í hagfræðikenningum um
markaðsbúskap er því lýst, hvernig
óheft gróðasókn einstaklinga geti leitt
til farsællar niðurstöðu fyrir þjóðar-
búið. Rök eru færð fyrir því, að
fullkomin samkeppni tryggi hámarks-
afköst á þjóðarbúinu. Að vísu mála
ýmsir hagfræðingar þessa mynd
nokkuð dökkum litum og álíta, að
ýmsir markaðsbrestir, svo sem mengun
og einokunarvald stórfyrirtækja, kalli
óhjákvæmilega á þátttöku embættis-
manna í rekstri hagkerfisins, ef góður
árangur eigi að nást. Enda þótt vest-
rænir hagfræðingar séu ekki á einu máli
um ágæti markaðsbúskapar, byggja
þeir flestir kenningar sínar á sama
klenningakerfinu, nýklassískri hag-
fræði. A tuttugustu öld hafa hagfræð-
ingar eytt miklu púðri bæði í útfærslu
á líkaninu um fullkomna samkeppni og
í gagnrýni á líkanið, en sérfræðingar,
sem skipuleggja aðstoð iðnríkja við
þróunarlönd, hafa sótt vit sitt í þessi
fræði. Ahersla hefur verið lögð á
fjárfeslingu (oft á vegum ríkisins),
hátækni og áætlanagerð embættis-
manna. Víða er árangurinn lítill og
milljónir manna svelta eftir sent áður.
Það er eðli fræðikenninga að
einfalda hlutina og hagfræðikenningar
eru ekki undantekning, þær byggja á
forsendum, sem eru ekkj fyllilega í
samræmi við veruleikann. í kenningum
um markaðsbúskap er lagt til grund-
vallar, að einstaklingar stundi viðskipti
í þjóðfélagi þar sem séreignarrétturinn
er nákvæmlega skilgreindur og
ótvíræður og enginn kostnaður við
sjálf viðskiptin (viðskiptakostnaður).
Jafnframt er reiknað með, að lög og
reglur beini kröftum alhafnamanna
stystu leið að verðmætasköpun, en
hamli ekki gegn henni.
Skipulagsbrestur
Þessar forsendur um þjóðfélags-
gerðina eiga við, þegar spurt er
almennra spurninga um markaðsvið-
skipti, t.d. hvort frjáls markaðsbúskap-
ur muni ávallt leiða til öngþveitis eða
hvort ósýnileg hönd stýri viðskiptunum
að farsælli niðurstöðu. En forsendur
um fullkomið réttarkerfi og stjórn-
skipan og kostnaðarlaus viðskipti eiga
ekki við, þegar fjallað er um þróun
hagkerfa. A okkar tímum, tímum
hátækni, er ljóst að efnahagsvandi
þjóða stafar fremur af skipulagsbresti
en markaðsbresti. Viðskiptakostnaður
við samninga, bæði í stjórnmálum og
atvinnulífi, hefur víða leitt til skipulags,
sem kemur í veg fyrir hámarksafköst í
þjóðarbúskapnum, þannig að oft gæti
tiltölulega einföld skipulagsbreyting
fært öllum þjóðfélagsþegnum betri
lífskjör.
Ljóst er, að nýjar hagfræðirannsókn-
ir eftir óhefðbundnum leiðum geta
skilað þjóðfélaginu milkum arði, ef
vel er að þeim staðið. Mikil þörf er á
því að kanna, hvernig óhagkvæmt
skipulag verður til og hvaða áhrif
ýmsar skipulagsgerðir hafa á
viðskiptakostnað og niðurstöðu
viðskipta. Nú er flestum ljóst, að
hnignun sovésku ríkjanna í Austur-
Evrópu á rætur að rekja til skipulags-
brests. Einnig blasir við, að það er
einkum skipulagsbrestur, sem veldur
því, að íslenska hagkerfið skilar minni
árangri en vænta mætti. Til dæmis eru
flestir sammála um það, að með
einfaldri skipulagsbreytingu megi auka
verðmæti sjávarafla og lækka verulega
framleiðslukostnaðinn. Sama máli
gegnir um fleiri greinar, svo sem
landbúnað og banka- og fjármálakerfi
þjóðarinnar.
Perú: Hin leiðin
Sennilega eru brestir í skipulaginu
hvergi meiri en í þróunarríkjunum.
Perúsk hagfræðistofnun hefur gert
stórmerka úttekt á viðskiptakostnaði í
Perú, en forstöðumaður stofnunar-
innar, Hernando de Soto, greinir frá
ýmsum niðurstöðum rannsóknarinnar
í nýrri bók, El Otro Sendero (1986)
eða Hin leiðin.') Efnahagsvandi Perú-
manna er stórbrolnari en vandi okkar
Islendinga, en liann er sama eðlis:
afleiðing af lélegu skipulagi.
Perúmenn búa við svipað skipulag
og Englendingar á 17du öld, en þá
högnuðust Englandskóngar á því að
selja ýmsum aðilum einkaleyfi til
atvinnurekstrar. I Perú hefur aðeins
lílill hópur manna Ieyfi til atvinnu-
rekstrar í borgunt. en kostnaður við
lögskráningu hamlar gegn stofnun nýrra
fyrirtækja. De Soto gerði út lögfræðing
og fjóra aðstoðarmenn, sem þóttust
ætla að stofna litla saumastofu í Líma.
Ef miðað er við 8 stunda vinnudag,
tók það samtals 289 daga að fá tilskilin
leyfi, en leita þurfti til 11 opinberra
skrifstofa. Þeir félagar leituðu einnig
el'tir samskonar rekstrarleyfi í Tampa á
Flórída og í New York borg, en þar tók
það aðeins 3-4 klukkutíma að verða
sér úti um slíka heimild.
Sama máli gegnir um verslunar-
fyrirtæki, verslunarleyfi eru torsótt og
samkvæmt landslögum eru fólksflutn-
ingar með bifreiðum algerlega á
vegum ríkisins. Ekki er heldur auðvelt
að reisa sér þak yfir höfuðið. Ef hópur
manna tekur sig saman og sækir um
leyfi til að byggja nokkur íbúðarhús á
einhverri sandspildunni, sem ríkið á í
útjaðri L.íma, þarf að leita til 52
stjórnarskrifstofa og fylla út 207
aðskiljanlegar skýrslur, en að meðal-
tali tekur þessi málarekslur tæp sjö ár.
Loks er ríkið iðið við að semja ný
lög og nýjar reglur: reglur er lúta að
atvinnulífinu eru unt hálf milljón, en
um 27.000 reglur eru settar árlega (að
meðaltali 111 hvern virkan dag).
Forstjórar löggildra fyrirtækja eyða
40% af tíma sínum í viðureign við
kerfið, en aðalforstjórar flestra
fyrirtækja utan Líma eru búsettir í
höfuðborginni til að vera í návígi við
möppudýr og pólitíkusa.
Athafnasamir utangarðsmenn
Almenningur hefur brugðist við
þessu kerfi með því að stunda ólöglega
atvinnustarfsemi. I Perú (og víðar í
Rómönsku Ameríku) starfar um
helmingur þjóðarinnar utangarðs að
staðaldri. Rannsókn de Soto sýndi
meðal annars, að utangarðsmenn reka
87% af strætisvögnum í Líma, 70% af
byggingaframkvæmdum eru ólöglegar
og 90.000 gölusalar gegna lykil-
hlutverki við dreifingu matvæla án þess
Efni:
• Lög gegn hagsœld
• Mútur
• Erlend fréttahrot