Vísbending


Vísbending - 24.11.1994, Blaðsíða 3

Vísbending - 24.11.1994, Blaðsíða 3
Styrkir til úreldingar fiskiskipa Andri Teitsson Umsóknum um úreldingu fiskiskipa hefurfjölgað talsvert undanfama rnánuði, eftir að Þróunarsjóður sjávarútvegsins hóf að bjóða eigendum skipa styrk sem nemur 45% af tryggingarverðmæti, gegn því að þeir afsali sér veiðileyft í íslenskri fisk- veiðilögsögu. Þróunarsjóðurerfjármagn- aður með álagningu gjalds á sjávarút- veginn sjálfan og sýnist sitt hverjum um réttmæti þessarar millj arða króna tilfærslu. Forsagamálsins Fljótlega eftir útfærslu landhelginnar í 200 mflur árið 1975 varð ljóst að afkasta- getaíslenskafiskiskipaflotansvarofmikil miðað við ástand helstu nytjastofna. Því var hafist handa við að takmarka endur- nýjunskipanna. Margvíslegarreglurvoru settar en flotinn stækkaði þó sífellt. Það var ekki fyrr en með reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir fiskveiðiárið 1991- 1992 sem stækkun fiotans var endanlega stöðvuð. Það tók þannig ein sextán ár að loka kerfinu. Nú er það ófrávíkj anleg regla að fyrir nýtt skip sem bætisl í flotann skuli í staðinn tekin úrrekstri eitt skip eða fleiri, sem samanlagt mælast jafnmargir rúm- metrar og nýja skipið. Þegar áriðl978varfariðað greiða styrki til úreldingar fiskiskipa, fyrst í gegnum Aldurslagasjóð. Því næst komu Ureld- ingarsjóðurárið 1980,Hagræðingarsjóður árið 1990 og loks Þróunarsjóður 1994. Verndun fiskistofnanna Áður en kvótakerfið í sjávarútvegi var tekiðuppárið 1984varúreldingfiskiskipa gagnleg til að draga úr sókn fiskiskipa- flotans og stuðla þannig að verndun fiskistofnanna, vegnaþess að úrelding eins skips hafði ekki áhrif á sókn annarra skipa. Eftir að kvótakerfið var tekið upp eru hins vegar mun veikari tengsl á milli stærðar flotans og sóknar. Ástæðan er sú að afli kvótabundinna fisktegunda ákvarðast nær eingöngu af úthlutuðum kvóta en ekki af fj ölda eða gerð skipa í flotanum, s vo fremi sem kvótinn veiðist á annað borð. Ef ákveðið er að úrelda fiskiskip er kvótinn einfaldlega fluttur á annað skip og aflinn verður sá sami þegar upp er staðið. Þetta á við um kvótabundnar tegundir, þ.e. alla ISBENDING helstu nytjastofna okkar, svo sem þorsk, ýsu, karfa, rækju, loðnu og síld. Hugsan- legt er að fækkun fiskiskipa vegna úreld- ingar dragi úr sókn í utankvótategundir, en rétt er hins vegar að hafa í huga að ástæðaþess að fisktegundir eru utan kvóta er að þær eru ekki taldar í hættu. Með öðrum orðum erenginn sérstakurtilgang- ur fólginn í að draga úr sókn í þær, það verður hugsanlega til þess að takmarka tekjurþjóðarinnar að óþörfu. Ofanritaður telur því sýnt að styrki til úreldingar fiskiskipa sé ekki lengurhægt að rökstyðja á grundvelli vemdunar fiskistofnanna. Hagræðing í útgerð Önnur ástæða sem nefnd er fyrir styrkjum til úreldingar fiskiskipa er að hagræða þurfi í útgerðinni, þ.e. að draga þurfiúrkostnaðiviðveiðarnar. Rökineru þá þau að útgerðarmenn fáist til að leggja skipum og bæta kvóta þeirra við kvóta skipa sem eftir verða. Þannig verði rekst- urinn hagkvæmari. Um það er ekki deilt að fækkun skipa leiðir til hagræðingar, a.m.k. að einhverju rnarki. Það er hins vegar ekki jafn sjálfsagt að ríkisvaldið skuli þvinga alla útgerðarmenn til að leggj a fram fé í sjóðinn, sem svo er notaður til að létta byrðar þeirra sem e.t.v. hafa reist sér hurðarás um öxl f skipakaupum. Utgerð er heldur ekki eina atvinnugreinin þar sem afkastageta er óþarflega mikil. Það yrði líklega til að æra óstöðugan ef ríkið kæmi á fót úreldingarsjóði fyrir allar atvinnu- greinar sem þannig er komið fyrir. Endurnýjun fiskiskipa Margir hafa bent á að eftir að kvóta- kerfinu varkomið á sé ekki aðeins tilgangs- laust að greiða styrki vegna úreldingar fiskiskipa til vemdunar fiskistofna, heldur sé jafnframt tilgangslaust að takmarka stærð flotans yfirleitt. Hverjum útgerðar- manni eigi að vera trey standi til að ákveða hvaða skipakostur sé hentugastur til að veiða þann kvóta sem til ráðstöfunar er. Þótt útgerðarmaðurinn kaupi of stórt skip ógnarþað ekki fiskistofnunum, en offjár- festingin kemur honum sjálfum í koll. Ástæðaer til að taka undirþetta sjónarmið. Á móti er reyndar bent á að nauðsynlegt sé að takmarka stærð flotans svo lengi sem einhver hætta sé á að kvótakerfið bresti og aftur verði tekið upp sóknarmark í einhvemi mynd. Framkvæmd styrkveitinga Framkvæmd styrkveitinga vegna úr- eldingar fiskiskipa er athyglisverð, í ljósi þess markmiðs að minnka afkastagetu flotans. Styrkireruekkiveittirágrundvelli stœrðar skipa, heldur verðmœtis þeirra. Nánar tiltekið nerna styrkir 45% af trygg- ingarverðmæti skipanna. Þettaerþeim mun merkilegraþegarhaft er í huga að það er stærð flotans, í rúm- metrum, sem er takmörkuð samkvæmt lögurn um stjóm fiskveiða, en ekki verð- mæti skipanna. Það ætti vel við að veita styrki á grundvelli verðmætis ef reglur um endurnýjun hljóðuðu þánnig aðfyrirhvert nýtt skip sem bættist í flotann skyldi taka úrrekstri eitteðafleiri skip sem samanlagt væru jafn verðmœt og nýja skipið. Líturn nánar á hve mikið misræmi getur skapast við að miða styrki við verðmæti skipa en ekki stærð. Þróunarsjóður hafði samkvæmt frétt í Fiskifréttum þann 7. október sl. veitt loforð um styrki að upphæð 1.283 millj. kr. til úreldingar 79 fiskiskipa, sem eru samtals 4.400 brúttórúmlestir að stærð. Meðalstyrkur á hverja brúttórúm- lest er því 294 þúsund krónur. Hæsti styrkuráhverja brúttórúmlest erhinsvegar 837þúsundkrónuren sálægsti 80þúsund. Tekið skal fram að takmörkun á stærð flotans nriðast við stærð skipa mælda í rúmmetrum en ekki brúttórúmlestum og er ekki fullt samræmi þar á milli. Þó er Ijóstaðútgerðarmennfámismiklaumbun fyrir að minnka flotann, munurinn er allt að tífaldur. Dæmi um styrki til úreldingar fiskiskipa eftir smíðaári Stærð Styrkur Styrkur (brl.) í þ.kr. ábrl. 1988 81,8 68.445 837 1988 101,5 75.015 739 1960 186,7 17.490 94 1943 15,8 1.257 80 V__________________________________________/ Þessi aðferð býður heim hættu á misnotkun styrkjakeifisins. Hægt er að úrelda dýrt skip og fá háan styrk en koma skipinu svo aftur inn í llotann með því að úrelda jafn stórt en verðminna skip. Reyndar eru í reglugerð urn Þróunarsjóð ákvæði sem eiga að hindra þetta, en ekki er víst að þau dugi. Niðurstaða Ég tel að menn hafi fjarlægst upphafleg markmið með takmörkun á stærð fiski- skipaflotans og greiðslu styrkja til úreld- ingar á skipum. Full þörf er á að taka reglur urn þessi atriði til gagngerrar endurskoðunar í ljósi þeirra markmiða sem menn telja nú rétt að stefna að. Þróunarsjóður hefur fleiri verkefni en að styrkja úreldingu fiskiskipa, svo sent aðstyrkjaúreldingufiskvinnsluhúsa. Séu menn á hálum ís hvað varðar úreldingu skipanna telur ofanritaður þá liggja kylliflata hvað varðar húsin. Um það verður þó ekki fjölyrt hér. Höfundur er verkfræðingur og starf- ar hjá Kaupþingi Norðurlands hf 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.