Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 3
Efnisyfirit Jólahugvekja 1995 - Séra Karl V. Matthíasson 4 Sovétviðskiptin endurvakin - eftir Ólaf Hannibalsson 5 Átök um framfarir? - um lagningu síma til Islands árið 1905 CJ eftir Benedikt Sigurðsson, sagnfræðing Hvers konar framtíð viljum við, eða eigum kost á? - Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendíverksmiðjunnar 11 Árið 1995 íVísbendingu 13 Vitringur eða vandræðagepill? - Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna - eftir Jónmund Guðmarsson 4 m§ stjórnmálafræðing 1 ■ Kugelmass málið - eftir Woody Allen Finnur Malmquist myndskreytti Benedikt Jóhannesson þýddi 21 Orðfimi-tilvitnanir - úr ýmsum áttum fyrir stjórnendur 25 Listin að Ijúga með tölum - eftir Benedikt Jóhannesson, tölfræðing 28 Útgefandi: Talnakönnun hf„ Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 561 7575, myndsendir: 561 8646. Tölvupósthólf: talnak@strengur.is Ritstjóri og ábm.: Benedikt Jóhannesson Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Forsíðumynd: Ragnar Th. Sigurðsson Umbrot og prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 3.000 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. ' / siorasDia Nú líður að jólum. Þá er góður siður að gefa gjafir og Vísbending sendir lesendum sínum þelta jólablað sem er nteð nokkuð öðru sniði en þau blöð sem menn eiga að venjast frá útgefanda. Við horfum urn öxl, lítum yfir samtímann og skyggnumst fram á veginn. Séra Karl V. Matthíasson ritar jólahugvekju sem á sérstakt erindi við fólk í viðskiptalífinu. í þessu blaði Vís- bendingar eru líka greinar um sagnfræði. Olafur Hannibalsson segir söguna af því hvernig viðskipli við Sovétrfkin urðu ein meginstoð utanríkisviðskipta Islendinga og rekur þátt eins helsta andstæðings kommúnista, Bjarna Benediktssonar, utan- ríkisráðherra, í því máli. Benedikt Sigurðsson, sagnfræðingur, segir frá upphafí símans á Islandi, en þá urðu sérstæðar deilur sem margir hafa misskilið og tekið sem dæmi um búrahátt bænda. Benedikt varpar ljósi á það hvers vegna menn skiptust í fylkingar með og á móti síma. Við kynnumst umdeildum leiðtoga repúblikana í Banda- ríkjunum, Newt Gingrich, í grein Jónmundar Guðmarssonar, stjómmála- fræðings. Þar segir Jónmundur frá sáttmála repúblikana við Bandaríkin. Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar, fjallar um það hvaða framtíð við gætum átt í vændum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Smásagan Kugelmass málið eftir Woody Allen fjallar um sérstætt ferðalag í tíma og rúmi. Við kynnumst speki ntargra andans manna. Hannes H. Gissurarson hefur safnað saman fleygum orðum og gefið út á bók og lesendur Vísbendingar fá sýnishorn af þeint. Auk þess er tekið saman á einn stað úrval úr Vísbendingu á árinu sem er að líða. Þar geta lesendur rifjað upp kynni af mörgum mergjuðum greinum og fá sumsstaðar viðbótarinnsýn í málin. Loks er leitað í smiðju skálda og rithöfunda þar sem þeir fjalla um hagfræði, stjórnun og fleira. Það er mikilvægt að þekkja mun á réttu og röngu, en greinin Listin að Ijúga með tölum bendir á með hvaða hætti fyrirtæki, stjómmálamenn og aðrir hafa notað tölfræðilegar upplýsingar með villandi eða röngunt hætti. Þetta á ekki síst við um rannsóknir í læknisfræði þar sent vísdómur gærdagsins er kukl dagsins í dag. Viðburðaríku ári er að ljúka og Vísbending hefur reynt að lýsa mönnum leiðina að sannleikanum sem gerir þá frjálsa. Öllum lesendum þökkum við samfylgdina á árinu 1995 og óskum landsmönnum gæfu á komandi ári. Gleðileg jól! Benedikt Jóhannesson. VÍSBENDING 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.