Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 14

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 14
30. mars Stefnan frá Viðey Lof Stjórnin hefur komið með nýjar áherslur í hagstjórn, hjálpað atvinnulífmu til að hjálpa sér sjálfu í stað fjárausturs og pólitískra afskipta. Viðreisn atvinnulífs hefur falist því að eyða arfleifð verðbólgutímans, firrtum kostnaði á öllum sviðum, með stöðugleika, skattalækkunum, auknu frjálsræði í viðskipt- um, samkeppni, lækkuðu raungengi og hag- stæðum milliríkjasamningum. Last Stjórnina hefur skort hugdirfð til þess að takast á við hagsmunahópa, nokkuð vantar á hugsjónaeld og stefnufestu og lítt bólar á kerfisbreytingum á íslensku hagkerfi. Ríkis- fjármál hafa verið í nokkrum ólestri, skulda- söfnun gífurleg, skattar hafa hækkað á al- menningi og niðurskurður handahófskenndur eða flatur, í stað þess að forgangsraða. Fráfarandi ríkisstjórn var helgað heilt blað vikuna fyrir kosningar 30. mars Aðrir sálmar - Fógetinn í Nottingham á ferð? Skattrannsóknarstjóri lét þess nýlega getið í útvarpi að þeir sem kæmu til athugunar hjá honum gætu gert ráð fyrir að verða refsað. Sjónarmiðinu um sakleysi þar til sekt er sönn- uð er varpað fyrir róða. 6. apríl Fé í festum Eins og fram kemur á myndinni, spáir Vís- bending 20% aukningu í bílainnflutningi og 7% aukningu f fjárfestingu á þessu ári, 1995. Ymsum kann að finnast að hér sé djarflega reitt til höggs ... 24. apríl Annaðhvort afturábak, ellegar ... Hvítbók haustið 1991 vakti hörð viðbrögð stjórnarandstöðu á sínum tíma og þótti argasta frjálshyggja. Nýja stefnuskráin byggir á nánast sömu forsendum og gengur lengra á sumum sviðum. Það sýnir að íslensk stjórn- mál hafa þroskast mikið á seinustu árum, hagstjóm hefur færst í nútímalegra horf, en hérlendir stjórnmálamenn hafa lengi leyft sér að hundsa viðtekin hagfræðilögmál með alls kyns pólitískum tilvísunum. Það sem helst er saknað úr stefnuyfirlýsingunni er ákveðnari stefna í einstökum málaflokkum. Nýja ríkisstjórnin og sáttmáli hennar fengu umfjöllun í blaði sem kom út daginn eftir að stjórnin tók við. 4. maí Aðrir sálmar - Sjávarútvegsstefna Morgunblaðsins Kjósi Morgunblaðið eitl þriggja: auðlinda- gjald, sóknarmark eða heftingu á framsali, þá gott og vel, en þetta eru ósamrýmanlegir hlutir sem ekki er hægt að styðja alla í einu. 19. maí Vinna og verkalýður ASI og VSI eru bæði mjög miðstýrð sam- tök sem stunda vfðtækt verðsamráð og geta sveigt markaðinn fram og til baka. Verka- lýðsforingjar hafa haldið því fram að fyrir- tæki í sumum atvinnugreinum megi ekki ræða við starfsmenn sína nema viðstaddur sé varð- hundur frá atvinnurekendum til að hindra að samið sé um meira en opinber stefna sam- takanna segir til um. Þessu hefur einnig verið snúið upp á verkalýðshreyfinguna sem sé illa við samninga fjarri sinni launastefnu. VSI sagði upp Vísbendingu sama dag og þessi grein birtist. 19. maí Aðrir sálmar - Hættuspll bæjarfélaga í umræðum á Akureyri sögðu þekktir menn í viðskiptalífi bæjarins hins vegar að koma yrði í veg fyrir þá ósvinnu að utanbæjarmenn eignuðust meirihluta í fyrirtækinu. Litið var framhjá því að ef Akureyrarbær seldi sinn hlut utanbæjarmönnum þá kæmi milljarður króna inn í bæjarfélagið, fbúum til hagsældar. Til lengri tíma er heppilegast fyrir heimamenn að bæjarfélög noti hvorki fjárkúgun, gerræði né mútur til þess að hafa áhrif á viðskipti fyrirtækja. Sá leikur fælir frá fyrirtæki, fjár- magn og loks vinnuna sem hann á að vernda. 26. maí Hvernig má lækka jaðarskatta? Þór Sigfússon 1) Aðafnema tekjutengingu vaxtabóta, húsa- leigubóta og barnabótaauka og hinn sk. há- tekjuskatt 2) Hægt er að draga úr háum jaðarsköttum með því að koma á skattfrelsi sparnaðar. 3) Loks má draga úr bótakerfinu og lækka skatthlutfall á móti. Með þessum breytingum lækkuðu jaðar- skattar fjölskyldna með meðallaun úr allt að 60-80% niðurí 15%. 2. júní Aðrir sálmar - Nýfundið Nýfundnaland En hvf þetta ósætti og deilur? Hver á fætur öðrum skrifar samanherptur í blöðin gegn þeim sem gera gull úr sjávarfangi og skapa þjóðinni gjaldeyristekjur. Af skrifunum má ráða að sjávarútvegur eigi að vera atvinnu- bótavinna, byggðaviðvera eða Iitið er á sókn- armark sem leið til þess að moka upp fiski framhjá ráðleggingum fiskifræðinga. 10. júní Aðrir sálmar - Hagkvæmni í Ijósriti Fyrir nokkrum árum, kannski meira en áratug, settu alþingismenn lög til þess að vernda höfundarrétt. Lögin segja efnislega að ef menn afrita verk með kerfisbundnum hætti þá beri þeim að greiða eiganda efnisins fyrir. Nokkrum árum eftir að lögin tóku gildi var alþingismönnum boðið að fá rit í áskrift í Ijósriti frá bókasafni þingsins. Þessi þjónusta mun þó ekki hafa náð til barnabóka. Eftir að þessi grein birtist hœtti Ijósrit af Vísbendingu að liggja frammi í Seðlabank- anum. 23. júní Pitsu-áhrifin En hörð samkeppni um viðskiptin sér til þess að engin makráð hugsun getur læðst að pitsu- sölunum, ekkert lát getur orðið á tilboðunum og enginn þorir að hækka verðið. Þeir sem fylgjast ekkert með tilboðum og eru kannski sæmilega fjáðir fá pitsurnar á uppsettu verði, en þeir sem horfa í krónurnar og fylgjast með fá hana með afslætti sem getur orðið allt að 30-40%. Þetta vill Vísbending kalla pitsu- áhrifin; ekki er lengur eitt verð í gildi, hömlu- laus samkeppni ríkir og vandi er að segja hvaða áhrif hækkun á einum kostnaðarlið hefur á markaðsverð. 23. júní Hvað er hæfilegt atvinnuleysi á íslandi? Sigurður Jóhannesson I nokkrum löndum Vestur-Evrópu hefur verið reynt að „dreifa atvinnuleysinu" með því að setja reglur um hámarkstíma á ári. Ennfremur hefur ellilífeyrisaldur verið Iækkaður. Við þetta lækkar atvinnuleysishlutfall um tíma á pappírnum, en líklegt er að það sæki fljótt aftur í sama far. Eftir stendur að auk atvinnu- leysis sem fram kemur í opinberum tölum er nú komið lögþvingað atvinnuleysi. Greinarnar í þessu blaði voru hrikaleg frjálshyggja, varð fonnanni Dagsbrúnar að orði. 30. júní Markaður og miðstýring Gauti B. Eggertsson An þess að nóbelsskáldið hafi gert sér grein fyrir því komst hann að kjarna þess í þessari ræðu af hverju kommúnisminn endaði með ósköpum. Vandamálið er að kommúnisminn gerir þá kröfu til manna að þeir séu jafnsið- ferðislega staðfastir, góðir, gegnir og gjaf- mildir og kristnir menn í munkaklaustrum. Hver maður líti á sig sem órofa hluta af stórri heild en ekki sjálfstæðan og frjálsan ein- stakling með eigin markmið. Kommúnisminn gerði einfalda kröfu um grundvallarbreytingu á mannlegri hegðun og siðferðislegum við- horfum mannsins. f ljós kom að sú krafa var óraunhæf. Ein af verðlaunagreinum úr samkeppni meðal háskólanema. 7. júlí Innlánsstofnanir 1994 Minni afskriftir, en afkoma er svipuð Pólitík og lánaviðskipti fara hins vegar illa saman og miklir íjármunir hafa glutrast niður. Þó ber ekki að skilja það svo að hægt sé að kenna pólitík um öll útlánatöp f bankakerfinu, en t.d. Islandsbanka hefur heppnast að tapa drjúgum þótt ekki hafi hann notið pólitískrar leiðsagnar. Hins vegar er það skilyrði þess að bankarnir, sem önnur fyrirtæki, séu reknir á viðunandi hátt að til staðar séu eigendur sem geri skýra kröfu um arðsemi. 21. júlí Á að fella gengið? Þó krónan virðist styrk í bráð, er staðan frem- ur tvísýn í lengd. Þjóðin er ásótt af draugum fortíðar, erlendum skuldum og vanburða at- vinnulífi, og ef ekkert happ kemur í hendi er útlitið fremur dökkt. Þennan vanda geta ís- lensk stjórnvöld leyst með slröngum aga í fjár- og peningamálum eða með gengisfellingu með hliðaraðgerðum. Og miðað við reynslu fyrri ára er seinni lausnin líklegri. 14 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.