Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 8

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 8
 Um lagningu síma til íslands árið 1905 eftir Benedikt Sigurðsson, sagnfræðing Hannes Hafstein og sr. Árni Jónsson á Skútustöðum á leið til þingsetningar árið 1905. Daglegt fjarskiptasamband manna á milli er svo sjálfsagður hlutur, að það er örðugt að ímynda sér hvernig heimurinn kæmist af án þess. Tæknibyltingar margskonar krefjast þess að fólk „sé í sambandi", hvert við annað. Hraðinn í nútímasamfélagi er einfaldlega það mikill, að hlaupandi og ríðandi sendiboðar eru því miður ekki lengur fullnægjandi. Það voru þó einu sendiboðarnir sem íslensku þjóðinni stóðu til boða í byrjun þessarar aldar. Var ástæða til að breyta? Já, flestir voru sammála um það, en tvær leiðir komu til greina. og við það skiptist þjóðin í fylkingar. Sundurlyndis- fjandinn er ekki langt undan, frekar en fyrri daginn. Pólitíkin Það er vart ofsögum sagt að forystumönnum Islendinga um aldamót varð flest að ásteyt- ingarsteini. Skipti þá engu hvort það voru stór- stígar framfarir eða smámunir. Oftast skiptust menn í afstöðu sinni til einstakra mála, eftir því hvar í flokki þeir stóðu gagnvart kóngi okkar íslendinga, Danakonungi. Vettvangur deilna var í dagblöðum sem stýrt var af stjómar- sinnum eða stjórnarandstæðingum. Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, var skip- aður 1904 af konungi. Það kom í hans hlut að hrinda einu mesta framfaramáli íslenskrar samgöngusögu í framkvæmd. Það var lagning símastrengs (sæstrengs) til fslands. Ákvörðun- in um lagningu hans skipti þjóðinni í fylking- ar. Öll misklíð gleymdist þó þegar hinn aug- Ijósi ávinningur símans varð ljós. Á valdaferli sínum þótti Hannes oft nokkuð vilhallur undir dönsk stjórnvöld. Þegar hann fór utan til þess að taka formlega við skipun í ráðherra- embætti, skrifaði forsætisráðherra Dannterkur undir skipunarbréfið, ásamt konungi. Þetta túlkuðu pólitískir andstæðingar Hannesar svo að þar með væri hann hluti af ráðuneyti konungs og loksins hefði Dönum tekist að innlima Island fullkomlega. Og það með sam- þykki ráðherrans. Þetta verður meðal annars að hafa í huga þegar saga símans er skoðuð. Hitt er annað mál, að andstæðingar símans voru ekki andstæðingar tæknibyltingarinnar sem slíkrar, heldur miklu fremur þess hvernig að málinu var staðið af hálfu stjórnarinnar. Upphafið Þó svo að sími kæmist ekki í notkun hér á landi fyrr en í upphafi aldarinnar, hafði hug- myndum um lagningu hans fyrst skotið upp kollinum um miðja nítjándu öld. Bandaríkja- maður að nafni Shaffner kom hingað til lands árið 1860, að undirlagi Danakonungs, til að kanna aðstæður til símalagningar. Fyrsta stma- frumvarpið var flutt á Alþingi 1861, af Arn- Ijóti Olafssyni. Það var samþykkt, en hlaut ekki staðfestingu konungs. Fyrsti síminn sem komst í notkun hér á landi var innanbæjarsím- kerfi á Isafirði. Ásgeirsverslun stóð fyrir því 1889, og ári seinna var stofnað Telefonfélag Reykjavíkur. Skúli Thoroddsen sýslumaður ísa- fjarðarsýslu lét leggja síma á milli Hnífsdals og Isafjarðar 1891, og er það væntanlega fyrsta „langlínusambandið“. Upp frá því er niálinu haldið vakandi á Alþingi, allt þar til samið var við Stóra norræna símafélagið í Danmörku í september 1904 um lagningu sæstrengs. Símasamningurinn Aðalefni samningsins var þetta: Sæsíminn skyldi lagður frá Hjaltlandi til Þórshafnar og þaðan til Seyðisfjarðar. Verkinu skyldi lokið fyrir 1. október 1906. Stóra norræna hafði einkaleyfi á símanum og var í samningnum ákvæði sem takmarkaði heimild til að stofna til þráðlauss sambands við útlönd. Samningur- inn gilti í 20 ár og kostaði landssjóð árlega 35 þúsund krónur. Kostnaður við lagningu sím- ans varð urn 540 þúsund krónur. Þegar samið var um símann, var ákveðið að hann yrði fyrst lagður til kaupstaða og kauplúna. Um miðjan þriðja áratuginn var fyrst lagt símnotendakerfi í sveit og átti það stóran þátt f að rjúfa ein- angrun sveitanna. Um 1929 var síminn á milli Hafnar í Hornafirði og Víkur í Mýrdal tengdur og þá varð landið allt símgirt. Símalínuhring- urinn var um 1.300 kílómetra langur, lengd stauraraða var um 3.600 kílómetrar, víralengd um 11.000 kílómetrar og talsímastöðvar sant- tals 344. Fyrsta skeytið, sem sent var frá fs- landi, var sent til konungsins í Danmörku, og fyrsta skeytið sem kom til landsins var frá þeim sama konungi. Jón Olafsson ritstjóri Reykjavíkur sagði þetta vera mesta gleðiboð- skap sem hægt var að flytja íslendingum: „Guð blessi konung vorn fyrir orðin, og gefi honum langa og auðnurika ævi, og hamingju til að uppfylla óskir þjóðar vorrar,“ skrifar Jón grátklökkur í blað sitt. Á þessum árum elsk- uðu margir íslendingar konunginn, en hötuðu Dani. Þrátt l'yrir að búið væri að hafna loft- skeytum og leggja síma sér Björn Jónsson rit- stjóri ástæðu að hnykkja aðeins á yfirburðum 8 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.